Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 21. janúar 2020 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Aguero og Lejeune komu inn á og björguðu málunum
Sergio Aguero.
Sergio Aguero.
Mynd: Getty Images
Lejeune skoraði tvö í uppbótartíma.
Lejeune skoraði tvö í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Ezri Konsa fagnar af mikilli innlifun.
Ezri Konsa fagnar af mikilli innlifun.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Hasenhuttl eru í níunda sæti.
Lærisveinar Hasenhuttl eru í níunda sæti.
Mynd: Getty Images
Manchester City er komið aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni eftir jafntefli gegn Crystal Palace um síðustu helgi.

City heimsótti Sheffield United, það lið sem hefur komið mest á óvart í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Dean Henderson, markvörður Sheffield United, fór mjög sáttur inn í klefa í hálfleik þar sem hann varði vítaspyrnu Gabriel Jesus. Það hefði þó líklega átt að endurtaka spyrnuna.

Sergio Aguero, sem skoraði tvennu gegn Palace, byrjaði á bekknum, en hann kom inn á sem varamaður á 67. mínútu fyrir Jesus. Stuttu síðar var Aguero búinn að skora.

Það reyndist sigurmarkið á Bramall Lane og lokatölur því 1-0 fyrir City, sem er í öðru sæti, 13 stigum á eftir Liverpool. Man City er búið að spila tveimur leikjum meira en Liverpool.

Fjórir aðrir leikir voru að klárast. Bournemouth, sem hefur verið í vandræðum á þessari leiktíð, lagði Brighton að velli og kom sér þannig upp í 18. sætið. Um er að ræða fyrsta deildarsigur Bournemouth frá því um miðjan desember. Brighton er í 15. sæti.

Newcastle náði á ótrúlegan hátt að bjarga stigi. Everton komst í 2-0, en í uppbótartímanum skoraði Newcastle tvö mörk og voru þau bæði skoruð af franska varnarmanninum Florian Lejeune. Hreint út sagt ótrúlegt klúður hjá Everton, en að sama skapi frábær endurkoma Newcastle.

Hinn 19 ára gamli Moise Kean opnaði markareikning sinn fyrir Everton í kvöld, en að lokum endaði leikurinn í jafntefli. Everton er í 11. sæti með 30 stig og Newcastle í 12. sæti, einnig með 30 stig.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með Everton í kvöld vegna meiðsla.

Southampton fór á Selhurst Park og vann þar 2-0, fjórir sigrar í síðustu fimm leikjum hjá Southampton. Ralph Hasenhuttl hefur gert mjög vel í að reisa skútuna við eftir 9-0 tapið gegn Leicester fyrr á tímabilinu.

Southampton er í níunda sætinu með 31 stig og Crystal Palace með stigi minna í tíunda sæti.

Þá vann Aston Villa dramatískan sigur á Watford. Ezri Konsa skoraði sigurmark Villa í uppbótartíma. Mikilvægur sigur fyrir Villa sem fer upp í 16. sæti. Watford er í 19. sæti með 23 stig.

Þess má geta að þetta er fyrsta tap Watford á þessu ári.

Nú er í gangi leikur Chelsea og Arsenal. Staðan er 1-0 fyrir Chelsea gegn tíu leikmönnum Arsenal. David Luiz fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleiknum.

Bournemouth 3 - 1 Brighton
1-0 Harry Wilson ('36 )
2-0 Callum Wilson ('41 )
3-0 Callum Wilson ('74 )
3-1 Aaron Mooy ('81 )

Aston Villa 2 - 1 Watford
0-1 Troy Deeney ('38 )
1-1 Douglas Luiz ('68 )
2-1 Ezri Konsa ('90 )

Everton 2 - 2 Newcastle
1-0 Moise Kean ('30 )
2-0 Dominic Calvert-Lewin ('54 )
2-1 Florian Lejeune ('90 )
2-2 Florian Lejeune ('90 )

Sheffield Utd 0 - 1 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('73 )

Crystal Palace 0 - 2 Southampton
0-1 Nathan Redmond ('22 )
0-2 Stuart Armstrong ('48 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner