Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 21. janúar 2020 12:24
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Mbappe: Liverpool er eins og vél
Kylian Mbappe heillast af Liverpool.
Kylian Mbappe heillast af Liverpool.
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe framherji Paris St-Germain í Frakklandi er heillaður af Liverpool en allt stefnir í að enska félagið vinni í vor sinn fyrsta deildartitil síðan árið 1990.

Mbappe sem er 21 árs gamall hefur verið orðaður við Liverpool en Jurgen Klopp knattspyrnustjóri félagsins segir það útilokað því verðmiðinn sé of hár.

„Það sem Liverpool er að gera eins og stendur er ótrúlegt," sagði Mbappe. „Þeir eru eins og vél, þeir eru búnir að finna taktinn og hlakkar til að spila næsta leik."

„Þeir hafa ekki tapað einasta leik og þegar maður er að horfa á leikina þeirra lítur þetta út fyrir að vera svo auðveld, en þetta er ekkert auðvelt. Þessir gæjar eru svo einbeittir, þeir spila leik á þriggja daga fresti og vinna aftur og aftur."

„Núna er vandamálið að það eru allir að fylgjast með Liverpool og allir velta fyrir sér hvað þeir geta gert gegn þeim. Svo núna verða þeir að halda kraftinum áfram en þetta er mjög gott lið með mjög góðan stjóra."


Mbappe kom upphaflega á láni til PSG frá Monaco en var að lokum keyptur til félagsins á £165.7m. Hann hefur einnig verið orðaður við Real Madrid en segist 100% ánægður hjá franska félaginu og vill ekki ræða framtíð sína í bili.
Athugasemdir
banner
banner
banner