Carlo Ancelotti segir það alls ekki rétt að hann hafi ákveðið að hætta sem þjálfari Real Madrid eftir yfirstandandi tímabil.
Fréttir voru um það í spænskum fjölmiðlum í gær en ítalski þjálfarinn vísar því á bug.
Fréttir voru um það í spænskum fjölmiðlum í gær en ítalski þjálfarinn vísar því á bug.
„Ég hef ekki ákveðið að yfirgefa Real Madrid, það er ekki rétt," segir Ancelotti.
„Ég vonast til að vera í fjögur ár í viðbót, eins og forseti félagsins. Það væri frábært ef við gætum kannski kvatt félagið saman árið 2029."
Florentino Perez, forseti Real Madrid, var nýverið endurkjörinn og Ancelotti vill vinna áfram með honum.
Ancelotti er einn besti stjóri í sögu Real Madrid, ef ekki bara sá besti.
Athugasemdir