Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 12:15
Elvar Geir Magnússon
Líkir nýjasta leikmanni City við Rúben Dias
Abdukodir Khusanov og Vitor Reis, nýjustu leikmenn Manchester City, á æfingu í morgun.
Abdukodir Khusanov og Vitor Reis, nýjustu leikmenn Manchester City, á æfingu í morgun.
Mynd: Getty Images
Lucas Andrade, unglingaþjálfari Palmeiras, segist vonast til þess að Vitor Reis feti í fótspor Rúben Dias hjá Manchester City.

Reis er 19 ára brasilískur varnarmaður sem hefur verið keyptur til City frá Palmeiras.

„Hann er mjög þroskaður miðað við aldur og andlega mjög öflugur. Hann hefur verið fyrirliði upp alla yngri flokkana og varð leiðtogi á stuttum tíma eftir að hann fór að spila fyrir aðalliðið," segir Andrade.

„Það er óumflýjanlegt að líkja honum við Rúben Dias, þegar við horfum á karakterseinkennin og hvernig hann er sem leikmaður. Vonandi fylgir hann í fótspor hans."

Reis er réttfættur miðvörður sem getur einnig leikið sem hægri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner