Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var ánægður með sigur liðsins gegn Wolves í gær en þar með lauk fimm leikja hrinu liðsins án þess að sigra.
Tosin Adarabioyo kom Chelsea yfir en Matt Doherty jafnaði metin eftiir slæm mistök hjá Robert Sanchez á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Mörk frá Marc Cucurella og Noni Madueke tryggðu liðinu sigurinn.
„Frammistaðan var mjög góð í 40 mínútur svo vorum við í vandræðum síðustu fimm mínuturnar. Þeir skoruðu mark og við misstum svolítið sjálfstraust, sem er eitthvað sem hefur gerst nokkrum sinnum á þessari leiktíð. Við þurfum að læra að hafa tök á þessum aðstæðum," sagði Maresca.
„Við svöruðum vel í seinni hálfleik. Eftir fimm leiki án þess að vinna er ekki auðvelt að gera það svo það var mikilvægt að vinna."
Athugasemdir