Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 21. mars 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Aston Villa og Tottenham: Enginn Grealish
Í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni tekur Aston Villa á móti Tottenham. Flautað verður til leiks klukkan 19:30.

Fyrir leikinn er Tottenham í áttunda sæti og Villa í tíunda sæti. Það munar fjórum stigum á liðunum en Tottenham hefur spilað einum leik meira en Villa.

Það var vonast til þess að Jack Grealish myndi snúa aftur í lið Villa í dag eftir meiðsli, en hann er ekki klár í slaginn. Hann er ekki í hóp í dag.

Tottenham tapaði 3-0 gegn Dinamo Zagreb síðasta fimmtudag og féll úr leik í Evrópudeildinni. Frá þeim leik gerir Jose Mourinho sjö breytingar. Aðeins Hugo Lloris, Davinson Sanchez, Lucas og Harry Kane halda sæti sínu.

Byrjunarlið Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Mings, Targett, Luiz, Sanson, McGinn, Traore, Watkins, Trezeguet.
(Varamenn: Heaton, Taylor, Nakamba, Barkley, El Ghazi, Engels, El Mohamady, Davis, Ramsey)

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Tanganga, Rodon, Sanchez, Reguilon, Hojbjerg, Ndombele, Lo Celso, Lucas, Vinicius, Kane.
(Varamenn: Hart, Bale, Dier, Sissoko, Alli, Bergwijn, Davies, Scarlett, Devine)
Athugasemdir
banner