sun 21. mars 2021 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Nicolas Siri yngstur til að skora þrennu - Bætti met Pelé
Mynd: Getty Images
Hinn 16 ára gamli Nicolas Siri skoraði þrennu í sigri Danubio gegn Boston River í úrúgvæsku deildinni á föstudaginn.

Siri varð þar með yngsti leikmaður knattspyrnusögunnar til að skora þrennu í sama leik og bætti þannig eldgamalt met sem var sett af brasilísku goðsögninni Pelé.

Siri var 16 ára og 336 daga gamall þegar hann skoraði þrennuna. Til samanburðar var Pelé 17 ára og 244 daga gamall.

Danubio vann leikinn 1-5 og var þetta aðeins annar byrjunarliðsleikur Siri með meistaraflokki. Siri skoraði einnig mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik, 2-1 sigri gegn Nacional.

Siri er því búinn að skora fjögur mörk í tveimur byrjunarliðsleikjum. Fínasta byrjun á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner