Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
banner
   fim 21. mars 2024 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er geggjuð, auðvitað. Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!" sagði sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Þetta er hörkutækifæri og við ætlum okkur að vinna þann leik líka."

Leikurinn í kvöld var ákveðinn rússíbani. „Þeir komast yfir, klaufalegt víti. Við komum sterkir til baka, Albert með frábæra aukaspyrnu og svo erum við helvíti sterkir í föstum leikatriðum. Það er stutt á milli í þessu."

„Það er geggjað að spila svona leiki þegar mikið er undir og erfitt líka. Ég reyndi mitt besta að hlaupa og pirra hafsentana."

Andri hefur trú á því að íslenska liðið geti gert góða hluti gegn Úkraínu. „Með hverju verkefninu þekkjumst við meira og meira. Það er alltaf skemmtilegt að koma að hitta strákana og hvað þá þegar við erum að spila upp á að komast á EM."
Athugasemdir
banner