Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
Steini um leikhléið: Sýndi það hvernig þær litu á leikinn
Guðrún: Var bara að njóta þess að vera við hliðina á henni
Karólína sá boltann inni: Hélt ég væri að fara að skora
Sveindís: Ég gæti spilað annan leik núna
Emilía Kiær: Með mjög góða einstaklinga sem spila í Barcelona og Lyon
Ingibjörg stolt: Þær vita hvað þetta þýðir mikið fyrir mig
Siggi Höskulds: Hrikalega sáttur með ungu strákana
„Þegar maður er farinn að deyfa bæði hnén til að geta æft ertu kominn á slæman stað"
Sá myndband í gær sem setti blóð á tennurnar - „Viljum hefna fyrir þetta"
„Ekkert stærsti aðdáandi þess að spila á Kópavogsvelli"
Sneri aftur í landsliðið eftir langa fjarveru - „Mótlætið styrkir mann"
Ekki unnið leik í tæpa tvo mánuði - „Skrítið og auðvitað ekki eins og við viljum hafa það"
Þurfti að bíta í neglurnar - „Mun meira stressandi"
Dóri Árna um Þorleif: Í draumaheimi væri það flott lausn
Aron Sig: Við erum með langbesta þjálfara landsins
Höskuldur um tilboð Brann: Heiður fyrir verðandi 31 árs krullhaus
Óskar Hrafn: Ömurleg staða fyrir íslenska knattspyrnuáhugamenn og Bestu deildina
Túfa: Markmiðið er klárlega að keppa um titilinn
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Gummi Magg: Klár ef allt gengur eftir í vikunni
   fim 21. mars 2024 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er geggjuð, auðvitað. Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!" sagði sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Þetta er hörkutækifæri og við ætlum okkur að vinna þann leik líka."

Leikurinn í kvöld var ákveðinn rússíbani. „Þeir komast yfir, klaufalegt víti. Við komum sterkir til baka, Albert með frábæra aukaspyrnu og svo erum við helvíti sterkir í föstum leikatriðum. Það er stutt á milli í þessu."

„Það er geggjað að spila svona leiki þegar mikið er undir og erfitt líka. Ég reyndi mitt besta að hlaupa og pirra hafsentana."

Andri hefur trú á því að íslenska liðið geti gert góða hluti gegn Úkraínu. „Með hverju verkefninu þekkjumst við meira og meira. Það er alltaf skemmtilegt að koma að hitta strákana og hvað þá þegar við erum að spila upp á að komast á EM."
Athugasemdir
banner
banner