„Tilfinningin er geggjuð, auðvitað. Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!" sagði sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.
Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.
Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísrael 1 - 4 Ísland
„Þetta er hörkutækifæri og við ætlum okkur að vinna þann leik líka."
Leikurinn í kvöld var ákveðinn rússíbani. „Þeir komast yfir, klaufalegt víti. Við komum sterkir til baka, Albert með frábæra aukaspyrnu og svo erum við helvíti sterkir í föstum leikatriðum. Það er stutt á milli í þessu."
„Það er geggjað að spila svona leiki þegar mikið er undir og erfitt líka. Ég reyndi mitt besta að hlaupa og pirra hafsentana."
Andri hefur trú á því að íslenska liðið geti gert góða hluti gegn Úkraínu. „Með hverju verkefninu þekkjumst við meira og meira. Það er alltaf skemmtilegt að koma að hitta strákana og hvað þá þegar við erum að spila upp á að komast á EM."
Athugasemdir