Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   fim 21. mars 2024 23:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Lucas: Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!
Icelandair
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Tilfinningin er geggjuð, auðvitað. Við erum komnir í úrslitaleik upp á að komast á EM!" sagði sóknarmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 4-1 sigur á Ísrael í kvöld.

Strákarnir okkar munu á þriðjudaginn spila úrslitaleik við Úkraínu um sæti á Evrópumótinu eftir þennan frábæra sigur í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

„Þetta er hörkutækifæri og við ætlum okkur að vinna þann leik líka."

Leikurinn í kvöld var ákveðinn rússíbani. „Þeir komast yfir, klaufalegt víti. Við komum sterkir til baka, Albert með frábæra aukaspyrnu og svo erum við helvíti sterkir í föstum leikatriðum. Það er stutt á milli í þessu."

„Það er geggjað að spila svona leiki þegar mikið er undir og erfitt líka. Ég reyndi mitt besta að hlaupa og pirra hafsentana."

Andri hefur trú á því að íslenska liðið geti gert góða hluti gegn Úkraínu. „Með hverju verkefninu þekkjumst við meira og meira. Það er alltaf skemmtilegt að koma að hitta strákana og hvað þá þegar við erum að spila upp á að komast á EM."
Athugasemdir
banner