Rasmus Höjlund kom inn af bekknum og skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Danmerkur gegn Portúgal í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í gærkvöldi.
Höjlund fagnaði að hætti Cristiano Ronaldo, sem lék allan leikinn í liði Portúgal og horfði fúll á fagnið sitt vera notað gegn sér.
Höjlund svaraði spurningum að leikslokum og viðurkenndi að litli strákurinn sem býr innra með sér hafi náð yfirhöndinni í fagnaðarlátunum.
„Þegar ég skoraði þá náði 7 ára ég yfirhöndinni og fagnaði með þessum hætti," sagði Höjlund, en aðdáun hans á Cristiano Ronaldo hefur aldrei verið leyndarmál.
Höjlund hefur áður sagt frá því hversu mikið hann lítur upp til Cristiano Ronaldo. „Cristiano er mér allt. Ég elska fótbolta útaf Cristiano. Ég held með Manchester United útaf Cristiano. Ég lagði mikla vinnu á mig á æfingum því ég vildi vera eins og Cristiano," sagði Höjlund í viðtali í fyrra.
Athugasemdir