Zubimendi til Real frekar en Arsenal? - Bundesliga leikmenn á blaði Man Utd - Alvarez ekki til sölu
   fös 21. mars 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Marciano Aziz í Gróttu (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marciano Aziz er genginn í raðir Gróttu en hann lék síðast með HK fyrri hluta síðasta tímabils. Hann kom fyrst til Íslands árið 2022 og lék þá frábærlega með Aftureldingu í Lengjudeildinni. Hann fann sig ekki með HK í Bestu deildinni og núna er hann kominn í 2. deild.

Marciano er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður frá Belgíu. Hann er uppalinn hjá Eupen í heimalandinu og var á sínum tíma U18 landsliðsmaður Belga.

„Það eru frábær tíðindi að Marciano hafi skrifað undir hjá Gróttu. Hann kemur til móts við liðið í æfingaferðinni á Spáni í byrjun apríl og byrjar vonandi að láta til sín taka strax í Mjólkurbikarnum. Marciano er mjög teknískur leikmaður sem líður vel með boltann og hefur getu til að búa til og skora mörk. Við tökum vel á móti honum og hjálpum honum að finna taktinn hratt og vel. Þá veit ég að hann verður mikilvægur hlekkur í sóknarleik Gróttuliðsins í sumar," segir Magnús Örn Helgason, yfirmaður fótboltamála hjá Gróttu, um komu Marciano.

Grótta féll í 2. deild síðasta haust og tók Rúnar Páll Sigmundsson við þjálfun liðsins í vetur.

Komnir
Marciano Aziz frá HK
Marvin Darri Steinarsson frá Vestra (var á láni hjá ÍA)
Daníel Agnar Ásgeirsson frá Vestra
Caden McLagan frá Bandaríkjunum
Hrannar Ingi Magnússon frá Víkingi
Kristófer Dan Þórðarson frá Haukum
Viktor Orri Guðmundsson frá KR
Dagur Bjarkason frá KR
Björgvin Brimi Andrésson frá KR
Aron Bjarni Arnórsson frá KR
Alexander Arnarsson frá KR
Halldór Hilmir Thorsteinson frá Fram
Einar Tómas Sveinbjarnarson frá KV
Daði Már Patrekur Jóhannsson frá Kríu
Benedikt Þór Viðarsson frá KH

Farnir
Kristófer Orri Pétursson í KR
Gabríel Hrannar Eyjólfsson í KR
Arnar Þór Helgason í Kríu
Pétur Theodór Árnason í Kríu
Arnar Daníel Aðalsteinsson í Fram
Ívan Óli Santos í ÍR
Kristján Oddur Kristjánsson í Val
Aron Bjarki Jósepsson í KV
Hilmar Andrew McShane hættur og farinn í þjálfun
Eirik Soleim Brennhaugen til Noregs
Tómas Orri Róbertsson í FH (var á láni frá Breiðabliki)
Ísak Daði Ívarsson í ÍR (var á láni frá Víkingi)
Damian Timan til Hollands

Samningslausir
Rafal Stefán Daníelsson (2001)
Patrik Orri Pétursson (2000)

Athugasemdir
banner
banner