Jóhannes Kristinn Bjarnason, leikmaður KR, er fótbrotinn og verður frá næstu tólf vikurnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR í dag en þar segir líka að leikmaðurinn fari í aðgerð í vikunni vegna meiðslanna.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR í dag en þar segir líka að leikmaðurinn fari í aðgerð í vikunni vegna meiðslanna.
„Góðan bata Jói - mótlæti er til að sigrast á," segir í tilkynningunni.
Jóhannes var borinn af velli í gær þegar KR tapaði 0-1 gegn Fram í Bestu deildinni. Fred var að pressa Jóa, eins og Jóhannes er oftast kallaður, á fyrstu mínútu seinni hálfleiks en steig að því er virtist óviljandi á KR-inginn. Jói reyndi að halda leik áfram en varð að fara af velli skömmu síðar.
Jóhannes er byrjunarliðsmaður í liði KR, hefur byrjað alla þrjá leiki liðsins.
Næsti leikur KR í Bestu deildinni er gegn Breiðabliki eftir viku.
Athugasemdir