Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 13:05
Brynjar Ingi Erluson
Tah yfirgefur Leverkusen eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: EPA
Þýski miðvörðurinn Jonathan Tah hefur tilkynnt að hann muni yfirgefa Bayer Leverkusen þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Tah er 29 ára gamall og verið á mála hjá Leverkusen síðustu níu ár en áður spilaði hann með Hamburger SV og Fortuna Düsseldorf.

Miðvörðurinn var mikilvægur hluti af liði Leverkusen sem varð þýskur deildar- og bikarmeistari á síðustu leiktíð og í kjölfarið var hann valinn í lið ársins í Þýskalandi.

Samningur hans við Leverkusen rennur út eftir þetta tímabil og hefur hann nú staðfest að hann muni ekki framlengja við félagið.

„Það er enginn tímarammi á því, en félagið veit af ákvörðun minni og allan tímann hefur staðan verið sú sama,“ sagði Tah við fjölmiðla eftir 1-1 jafntefli við St. Pauli um helgina.

Bayern München er talið leiða kapphlaupið um Tah. Það ræddi við Leverkusen um kaup á leikmanninum síðasta sumar en komst ekki að samkomulagi. Spænska félagið Barcelona og nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig sýnt honum áhuga, en eins og staðan er núna er Bayern líklegasti áfangastaður hans.
Athugasemdir
banner
banner