Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 21. maí 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
„Greyið Hemmi reyndi allt hvað hann gat og hafði geðveikan metnað fyrir þessu"
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Albert Brynjar Ingason var gestur í Dr. Football, hlaðvarpsþættinum sem Hjörvar Hafliðason heldur úti, og var umræðuefni þáttarins lið Fylkis í Pepsi Max-deildinni. Albert er mikill Fylkis maður og fóru hann, Hjörvar og Hrafnkell Freyr Ágústsson yfir málefni tengd Árbæjarfélaginu í dag.

Um miðbik þáttarins var Albert spurður út í tímann undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar en Hemmi stýrði Fylki seinni hluta tímabilsins 2015 og svo sumarið 2016 þegar Fylkir féll úr Pepsi-deildinni. Albert var í Fylki bæði þessi sumur.

„Þó þið hafið fallið undir stjórn Hemma var þá ekki drullu gaman í Fylki á þeim tíma? spurði Hjörvar Albert.

„Jújú þetta var ótrúlegt. Við vorum með styrktarþjálfara í markinu þangað til í júní," sagði Albert um sumarið 2016.

„Greyið Hemmi reyndi allt hvað hann gat og hafði geðveikan metnað fyrir þessu. En hann hafði svo lítið með sér."

„Það var allt stöngin út,"
skaut Hjörvar inn í.

„Við töpuðum öllum leikjum á síðustu mínútunum, markmannsvesen á okkur allt tímabilið og gæjarnir sem hann fékk inn... þetta var eitthvað djók. Við vorum með drullugott lið," sagði Albert og nefndi að Hemmi hafi gengið í gegnum skilnað um sumarið.

„Það var allt á móti honum og ykkur Fylkismönnum þetta sumarið. Þegar rignir þá hellirignir oft," sagði Hjörvar og batt enda á umræðuna um sumarið 2016 hjá Hermanni og Fylki.

Fleiri fréttir um Fylki:
Albert Brynjar: Mín tilfinning að Atli Sveinn sé meira yfir þessu
Albert segir að Hewson sé eins og kökuskrímslið ef hann kemst út
„Höfum auðvitað áhuga á að fá Kolbein og Orra lánaða"
Athugasemdir
banner
banner
banner