Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 20. maí 2020 11:38
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Dr. Football 
Albert segir að Hewson sé eins og kökuskrímslið ef hann kemst út
Miðjumaðurinn Sam Hewson.
Miðjumaðurinn Sam Hewson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, fyrrum leikmaður Fylkis, segir að miðjumaðurinn Sam Hewson líti vel út fyrir tímabilið í Pepsi Max-deildinni.

Albert ræddi um Árbæjarliðið í hlaðvarpsþætti Dr. Football.

„Ég hef heyrt að Sam Hewson líti töluvert betur út núna en á sama tíma í fyrra, hafi æft miklu betur og sé léttari á fæti í spilinu," segir Albert.

„Það besta sem gat gerst fyrir hann er að hann komst ekki til Bretlands. Hann fer bara þarna út og borðar kex allan daginn. Hann er bara kökuskrímslið ef hann kemst út og kemur of feitur heim."

„Nú hefur hann verið fastur á Íslandi og er loksins kominn í almennilegt stand. Ef hann er í standi er hann þrusuleikmaður en það sást ekki nægilega oft í fyrra. Þegar hann átti sína leiki var hann afgerandi," sagði Albert í Dr. Football.

Sam Hewson er 31 árs enskur miðjumaður sem gekk í raðir Fylkis frá Grindavík fyrir tímabilið í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner