
„Ég er ánægður með stigin þrjú, mér fannst þetta sanngjart. Við vorum betra liðið og áttum þennan sigur sigur skilið." voru fyrstu viðbrögð Ian Jeffs þjálfara Þróttar efti góðan 3-1 sigur á Ægismönnum á Avis vellinum í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 1 Ægir
Þróttarar voru talsvert betrar liðið á vellinum í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik og komst Þróttur yfir og fékk liðið á sig jöfnunarmark undir lok fyrri hálfleiks og var Ian spurður hvort honum hafi fundist það pirrandi.
„Já mjög pirrandi. Mér fannst við vera búnir að stjórna leiknum frá fyrstu mínútu og ég var rosalega óánægður með að við vorum ekki búnir að skora fleiri mörk, við vorum að koma okkur í mjög góðar stöður til að búa til betri færi og það vantar svolítið upp á síðustu sendingu og slútta færin betur. Það var svolítið högg að fá þetta mark á sig því það var bara eitt lið á vellinum í fyrri hálfleik og ég sagði við strákanna í hálfleik að við þyrftum að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel."
Þróttur fékk mikið af hornum í leiknum í kvöld og var Ian spurður hvort hann hefði viljað sjá liðið sitt nýta þessi föstu leikatriði betur.
„Jájá, þú vilt alltaf skora eða gera eitthvað úr föstum leikatriðum en spilamennskan í dag var bara mjög góð, við vorum mjög skapandi sem lið. Skorum þrjú mörk og vorum að skapa helling af færum."