Arsenal vill kaupa Livramento í sumar - Man Utd með nokkur nöfn á lista - Gallagher að snúa aftur í úrvalsdeildina?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 21. maí 2024 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mikill léttir að hafa náð að klára þetta. Vorum kannski svolítið undir og gott að ná í þrjú stig." Sagði Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

Breiðablik skoraði annað mark sitt í leiknum á markamínútunni frægu en fengu svo á sig vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleik sem að Emil Atlason skoraði úr. 

„Það er nátturlega þreytt að vera nýbúnir að skora og fá svo beint mark í grillið. Ég sá ekkert hvort að þetta hafi verið víti eða ekki en þetta var bara þreytt í rauninni." 

Leikur Breiðabliks datt svolítið niður þegar leið á leikinn og voru þeir komnir í svolítið 'survival mode' undir restina. 

„Já við vorum bara lélegir. Gott samt að ná að grinda þetta út. Ég var bara mjög sáttur með það."

Jason Daði hefur verið svolítið í umræðunni síðustu vikuna eftir að það spurðist út að Víkingur og Valur hefðu sett sig í samband við hann um að bjóða honum samning þegar hans samningur rennur út hjá Breiðablik í lok tímabils. Jason Daði staðfesti það að þessi lið hafa sett sig í samband. 

„Já þau hafa gert það en það eru ekki neinar viðræður í gangi þannig ég er bara leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér." 

Breiðablik hafa þá einnig reynt að framlengja við Jason Daða.

„Já auðvitað og við bara höldum því samtali áfram." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner