Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   þri 21. maí 2024 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mikill léttir að hafa náð að klára þetta. Vorum kannski svolítið undir og gott að ná í þrjú stig." Sagði Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

Breiðablik skoraði annað mark sitt í leiknum á markamínútunni frægu en fengu svo á sig vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleik sem að Emil Atlason skoraði úr. 

„Það er nátturlega þreytt að vera nýbúnir að skora og fá svo beint mark í grillið. Ég sá ekkert hvort að þetta hafi verið víti eða ekki en þetta var bara þreytt í rauninni." 

Leikur Breiðabliks datt svolítið niður þegar leið á leikinn og voru þeir komnir í svolítið 'survival mode' undir restina. 

„Já við vorum bara lélegir. Gott samt að ná að grinda þetta út. Ég var bara mjög sáttur með það."

Jason Daði hefur verið svolítið í umræðunni síðustu vikuna eftir að það spurðist út að Víkingur og Valur hefðu sett sig í samband við hann um að bjóða honum samning þegar hans samningur rennur út hjá Breiðablik í lok tímabils. Jason Daði staðfesti það að þessi lið hafa sett sig í samband. 

„Já þau hafa gert það en það eru ekki neinar viðræður í gangi þannig ég er bara leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér." 

Breiðablik hafa þá einnig reynt að framlengja við Jason Daða.

„Já auðvitað og við bara höldum því samtali áfram." 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner