Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   þri 21. maí 2024 22:36
Stefán Marteinn Ólafsson
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Breiðablik tóku á móti Stjörnumönnum á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Mikill léttir að hafa náð að klára þetta. Vorum kannski svolítið undir og gott að ná í þrjú stig." Sagði Jason Daði Svanþórsson leikmaður Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

Breiðablik skoraði annað mark sitt í leiknum á markamínútunni frægu en fengu svo á sig vítaspyrnu stuttu fyrir hálfleik sem að Emil Atlason skoraði úr. 

„Það er nátturlega þreytt að vera nýbúnir að skora og fá svo beint mark í grillið. Ég sá ekkert hvort að þetta hafi verið víti eða ekki en þetta var bara þreytt í rauninni." 

Leikur Breiðabliks datt svolítið niður þegar leið á leikinn og voru þeir komnir í svolítið 'survival mode' undir restina. 

„Já við vorum bara lélegir. Gott samt að ná að grinda þetta út. Ég var bara mjög sáttur með það."

Jason Daði hefur verið svolítið í umræðunni síðustu vikuna eftir að það spurðist út að Víkingur og Valur hefðu sett sig í samband við hann um að bjóða honum samning þegar hans samningur rennur út hjá Breiðablik í lok tímabils. Jason Daði staðfesti það að þessi lið hafa sett sig í samband. 

„Já þau hafa gert það en það eru ekki neinar viðræður í gangi þannig ég er bara leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér." 

Breiðablik hafa þá einnig reynt að framlengja við Jason Daða.

„Já auðvitað og við bara höldum því samtali áfram." 


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner