Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. júní 2022 14:57
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Með sigri í kvöld mun Víkingur mæta meisturunum frá Andorra
Íslandsvinurinn Ildefons Lima er leikmaður Inter Escaldes.
Íslandsvinurinn Ildefons Lima er leikmaður Inter Escaldes.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
La Fiorita 1 - 2 Inter Escaldes
1-0 Danilo Rinaldo
1-1 Genis Soldevila
1-2 Genis Soldevila

Nýtt tímabil í Meistaradeild Evrópu er farið af stað en Inter Escaldes, meistaraliðið frá Andorra, vann endurkomusigur gegn La Fiorita frá San Marínó á Víkingsvelli í dag.

Inter mun mæta sigurvegaranum úr viðureign Víkings og Levadia Tallinn frá Eistlandi, sem fram fer í kvöld klukkan 19:30, í úrslitaleik umspilsins í Meistaradeildinni.

Liðið sem vinnur umspilið fer í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar þar sem það mun mæta Malmö frá Svíþjóð í tveggja leikja einvígi.

Leikur Víkings í kvöld verður í beinni textalýsingu hérna.

Búast má við því að leikurinn í kvöld verði eiginlegur úrslitaleikur umspilsins, Víkingur og Levadia ættu að vera klassa fyrir ofan þessi lið sem léku í gæðalitlum leik í dag.
14:57
LEIK LOKIÐ: La Fiorita 1 - 2 Inter Escaldes
Inter Escaldes frá Andorra er komið áfram í úrslitaleikinn. Sanngjörn niðurstaða þegar heildin er skoðuð.

Í kvöld klukkan 19:30 mætast Levadia Tallinn og Víkingur í hinum undanúrslitaleik umspilsins. Leikur Levadia Tallinn og Víkings verður beinni textalýsingu hérna.

Eyða Breyta
14:50
La Fiorita 1 - 2 Inter Escaldes
Komið er í uppbótartíma.

Eyða Breyta
14:47
Ildefons Lima er að mæta inn af bekknum á 88. mínútu! Gaman að sjá hann fá nokkrar mínútur.

Eyða Breyta
14:45
La Fiorita 1 - 2 Inter Escaldes
85 mínútur á klukkunni.

Eyða Breyta
14:35


Eyða Breyta
14:31
La Fiorita 1 - 2 Inter Escaldes
70 mínútur liðnar.

Eyða Breyta
14:26
MARK! La Fiorita 1 - 2 Inter Escaldes
Genis Soldevila með skot frá D-boganum í hornið. Hans annað mark og annað mark Inter. Andorramennirnir eru búnir að snúa leiknum sér í vil.

Eyða Breyta
14:22
La Fiorita 1 - 1 Inter Escaldes
Miðað við gæðaleysið í þessum leik þá ætla ég að leyfa mér að fullyrða að leikur Víkings og Levadia Tallinn í kvöld verður eiginlegur úrslitaleikur umspilsins. Ég sá Levadia spila fyrr á árinu og þeir og Víkingarnir eru alltaf að fara að vinna úrslitaleikinn, sama hvernig þessi leikur sem nú er í gangi fer. Þori að fullyrða það.

Það er í raun hálf leiðinlegt að horfa upp á það að íslensk lið séu í sama flokki og þessi lið hér í dag.

Eyða Breyta
14:15
MARK! La Fiorita 1 - 1 Inter Escaldes
55 mínútur liðnar. Genis Soldevila jafnar með skalla frá marklínunni. Þetta lá í loftinu.

Eyða Breyta
14:08
La Fiorita 1 - 0 Inter Escaldes
Inter Escaldes fékk dauðafæri strax í upphafi seinni hálfleiks. Þeir hafa farið illa með færin sín Andorramennirnir.

Eyða Breyta
14:05
La Fiorita 1 - 0 Inter Escaldes

Seinni hálfleikur er hafinn.


Eyða Breyta
13:48
Hálfleikur: La Fiorita 1 - 0 Inter Escaldes
Strax eftir miðjuna þá flautaði norski dómarinn til hálfleiks.

Eyða Breyta
13:47
MARK! La Fiorita 1 - 0 Inter Escaldes
Flautumark í fyrri hálfleik, í uppbótartímanum. Stangarskot og svo hirti fyrirliðinn reynslumikli Danilo Rinaldo frakastið og skoraði!

Eyða Breyta
13:34
La Fiorita 0 - 0 Inter Escaldes
Leikurinn hefur jafnast út. Stál í stál.

Eyða Breyta
13:26
La Fiorita 0 - 0 Inter Escaldes
26 mín liðnar. La Fiorita að fá sitt besta færi til þessa. Skotið yfir úr dauðafæri. Ekki mikil gæði í þessum leik, eins og við var búist, en Andorramenn hafa verið betri.

Eyða Breyta
13:13
La Fiorita 0 - 0 Inter Escaldes
13 mínútur liðnar. Bæði lið fengið góð færi en Inter frá Andorra hefur farið illa með tvö algjör dauðafæri þar sem markvörður La Fiorita hefur bjargað.

Eyða Breyta
13:03
La Fiorita 0 - 0 Inter Escaldes
Leikurinn er farinn af stað og Inter klúðraði dauðafæri strax á 3. mínútu. Einn gegn markverði en varið.

Eyða Breyta
12:49
Eins og við var að búast er afskaplega fámennt á heimavelli hamingjunnar í þessum leik. Haffi Tomm er samt sem áður í gæslunni og sér til þess að fólk sé að hegða sér vel.

Frekari veðurfréttir. Það er byrjað að rigna hressilega.

Eyða Breyta
12:47
La Fiorita - Inter Escaldes
Hér fylgjumst við með því allra helsta sem gerist á Víkingsvelli í fyrri leik dagsins. Stærstu fréttirnar í byrjunarliðunum eru þær að Íslandsvinurinn Ildefons Lima byrjar á bekknum hjá Inter Escaldes. Lima hefur spilað 134 landsleiki fyrir Andorra.

Það er skýjað og 11 gráðu hiti hér í Fossvoginum. Dómarar leiksins í dag koma frá Noregi og aðaldómari heitir Rohit Saggi.

Eyða Breyta
12:42


Eyða Breyta
12:41


Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner