Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. júní 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rabiot biður um að fá að fara frá Juventus
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur beðið um að fá að yfirgefa herbúðir ítalska félagsins Juventus í sumar.

Þetta kemur fram hjá franska íþróttablaðinu L’Equipe.

Rabiot, sem á bara eitt ár eftir af samningi sínum, býst ekki við því að vera í stóru hlutverki hjá liðinu á næsta tímabili og er tilbúinn að taka skrefið eitthvert annað.

Það er mikill áhugi á honum í Englandi og eru þrjú félög nefnd til sögunnar í því samhengi: Manchester United, Chelsea og Newcastle.

Juventus er talið vera að biðja um 15-20 milljónir evra fyrir leikmanninn.
Athugasemdir
banner
banner