Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 21. júní 2024 15:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mætir uppeldisfélaginu í fyrsta sinn - „Líður fáránlega vel á Akureyri"
Lengjudeildin
Árni Elvar samdi við Þór í vetur.
Árni Elvar samdi við Þór í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Bærings fyrirliði Leiknis.
Daði Bærings fyrirliði Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Árni lék í átta tímabil með Leikni áður en hann söðlaði um.
Árni lék í átta tímabil með Leikni áður en hann söðlaði um.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Siggi Höskulds þjálfaði Árna hjá Leikni og er í dag þjálfari Þórs.
Siggi Höskulds þjálfaði Árna hjá Leikni og er í dag þjálfari Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Elvar Árnason mun á morgun spila sinn fyrsta leik gegn Leikni á ferlinum. Hann er uppalinn hjá Leikni og hafði fyrir tímabilið í ár einungis leikið með Leikni og venslaliðinu KB fyrir utan hálft tímabil á láni með Vængjum Júpíters. Árni er 27 ára miðjumaður sem samdi við Þór í vetur. Þór tekur einmitt á móti Leikni í Lengjudeildinni á morgun.

Árni ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu Þórsara í dag.

„Það hljómar frekar skrítið, ég er vanur að spila með Leikni, það verður eitthvað að spila á móti þeim. Ég held ég verði stressaður, með hnút í maganum þegar við löbbum inn á, en svo er þetta bara fótbolti. Það verður sérstaklega gaman að kljást við nokkra þarna, Daði (Bærings, fyrirliði Leiknis) mun láta mig heyra það og það verður bara gaman," segir Árni sem segir að Daði sé góður að tuða.

Akureyri var ekki fyrsti kostur
Hann lék sitt fyrsta heila tímabil með Leikni árið 2017 og lék 34 leiki með liðinu í efstu deild tímabilin 2021 og 2022. Af hverju fór hann frá Leikni í vetur?

„Mig langaði í breytingar. Leiknir er frábær klúbbur, verið þar allt mitt líf og á þeim allt að þakka. Ég endaði hér."

„Það var ekki fyrsti kostur að fara til Akureyrar, en það er frábær kostur eftir á að hyggja. Mér líður fáránlega vel hérna. Mér gekk illa að finna lið, fór líka dálítið seint í það. Ég bankaði upp á hjá Sigga (þjálfara Þórs), fékk að koma á æfingar og endaði hér. Ég fékk einn leik á móti KFA, það gekk fínt,"
sagði Árni sem samdi við Þór í kjölfarið.

„Mér líður fáránlega vel hérna, búum tveir saman í einhverri villu hérna rétt hjá. Svo er ég að vinna við að mála fyrir frábæra menn, þetta er bara geggjað."

„Nei, það er allt hérna. Það eina sem ég sakna er fjölskyldan og vinir, fólkið sem maður er vanalega mest í kringum."


Þurfa að hætta að gefa mörk og fara að skora
Leiknir er í neðsta sæti deildarinnar og Þór er í sætinu fyrir ofan.

„Við erum búnir að spila fína leiki, byrjunin var fín; fjögur stig eftir tvo leiki á móti fínum andstæðingum. Eftir það hefur broddurinn farið úr sóknarleiknum og við svo gert einstaklingsmistök. Við þurfum að hætta að gera þau og fara skora mörk. Þá eru okkur allir vegir færir."

Árni lék undir stjórn Sigga Höskulds hjá Leikni og þekkir því leikkerfið hans.

„Ég spilaði þetta kerfi helling, sérstaklega á undirbúningstímabilinu fyrir tímabilið 2022, mér finnst það mjög fínt. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta."

Það er nokkuð mikil samkeppni á miðsvæðinu. Birkir Heimisson er lykilmaður í Þórsliðinu og var Árni spurður út í hann.

„Hann er með ágætis gæði og hefur sýnt það. Svo er Marc (Sörensen) og Aron Ingi (Magnússon). Þetta er bara sturlað."

Stærri klúbbur en Leiknir
Hefur eitthvað komið þér á óvart á Akureyri frá komu þinni?

„Í vetur sá ég að þetta er stærri klúbbur en Leiknir. Svo veit ég ekki með grasið, að vera með einn völl fyrir tvö lið (Þór og Þór/KA), það er ekki alveg nógu gott. En það á víst að koma gervigras hérna á næstu árum, það verður strax betra," segir Árni sem var svo spurður út í stöðu Leiknis í deildinni.

„Það er leiðinlegt að sjá þá neðsta í deildinni, en ekkert skrítið, maður hefur alveg verið þarna neðst áður," sagði Árni að lokum.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 16:00 og fer fram á VÍS vellinum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner