Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 21. júní 2024 23:31
Sölvi Haraldsson
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta var hörkuleikur. Það er erfitt að spila á móti FH og þær sýndu það í kvöld. Ég er mjög sáttur með þrjú stig og þrjú mörk.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld á Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Var Pétur ósáttur með að fá á sig þetta seinasta mark sem kom í veg fyrir það að Valsliðið héldi hreinu.

Mér fannst þetta óþarfi. Þarna áttum við að koma boltanum í burtu. En Ída er góð skotmanneskja og frábært mark hjá henni.“

Anna Úrsúla var á bekknum hjá Val í kvöld annan leikinn í röð. Hver er ástæðan fyrir því?

Íris er ekki með okkur eins og er. Anna Úrsúla stekkur inn í þetta fyrir okkur sem er frábært. Frábær markmaður í gamla daga og frábær íþróttakona.

Hefði hún kannski átt að velja fótboltann á sínum tíma?

Ég veit það ekki, þú verður að spurja hana að því.“

Pétur bætti svo við.

„Hún (Íris) verður mætt eftir næsta leik.

Það styttist mjög í Berglindi segir Pétur.

Það styttist mjög mikið í Berglindi Björg. Það má alveg búast við henni bráðlega.

Pétur gaf út pistil á dögunum þar sem hann sagði að Stöð Tvö Sport gæti gert miklu betur í kringum leiki í Bestu deild kvenna. Fékk Pétur einhver viðbrögð við þeim pistli?

Ég sá að það var góður panell á Víkingsvellinum í gær. Það var bara frábært og gott hjá þeim að taka tillit til þess og gera þetta betur.

En fékk Pétur einhver viðbrögð frá Stöð Tvö Sport eða Sýn?

Nei.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner