Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   fös 21. júní 2024 23:31
Sölvi Haraldsson
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta var hörkuleikur. Það er erfitt að spila á móti FH og þær sýndu það í kvöld. Ég er mjög sáttur með þrjú stig og þrjú mörk.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld á Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Var Pétur ósáttur með að fá á sig þetta seinasta mark sem kom í veg fyrir það að Valsliðið héldi hreinu.

Mér fannst þetta óþarfi. Þarna áttum við að koma boltanum í burtu. En Ída er góð skotmanneskja og frábært mark hjá henni.“

Anna Úrsúla var á bekknum hjá Val í kvöld annan leikinn í röð. Hver er ástæðan fyrir því?

Íris er ekki með okkur eins og er. Anna Úrsúla stekkur inn í þetta fyrir okkur sem er frábært. Frábær markmaður í gamla daga og frábær íþróttakona.

Hefði hún kannski átt að velja fótboltann á sínum tíma?

Ég veit það ekki, þú verður að spurja hana að því.“

Pétur bætti svo við.

„Hún (Íris) verður mætt eftir næsta leik.

Það styttist mjög í Berglindi segir Pétur.

Það styttist mjög mikið í Berglindi Björg. Það má alveg búast við henni bráðlega.

Pétur gaf út pistil á dögunum þar sem hann sagði að Stöð Tvö Sport gæti gert miklu betur í kringum leiki í Bestu deild kvenna. Fékk Pétur einhver viðbrögð við þeim pistli?

Ég sá að það var góður panell á Víkingsvellinum í gær. Það var bara frábært og gott hjá þeim að taka tillit til þess og gera þetta betur.

En fékk Pétur einhver viðbrögð frá Stöð Tvö Sport eða Sýn?

Nei.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner