Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fös 21. júní 2024 23:31
Sölvi Haraldsson
Pétur um viðbrögðin eftir pistilinn: Það var góður panell á Víkingsvellinum
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Þetta var hörkuleikur. Það er erfitt að spila á móti FH og þær sýndu það í kvöld. Ég er mjög sáttur með þrjú stig og þrjú mörk.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 3-1 sigur á FH í kvöld á Hlíðarenda. 


Lestu um leikinn: Valur 3 -  1 FH

Var Pétur ósáttur með að fá á sig þetta seinasta mark sem kom í veg fyrir það að Valsliðið héldi hreinu.

Mér fannst þetta óþarfi. Þarna áttum við að koma boltanum í burtu. En Ída er góð skotmanneskja og frábært mark hjá henni.“

Anna Úrsúla var á bekknum hjá Val í kvöld annan leikinn í röð. Hver er ástæðan fyrir því?

Íris er ekki með okkur eins og er. Anna Úrsúla stekkur inn í þetta fyrir okkur sem er frábært. Frábær markmaður í gamla daga og frábær íþróttakona.

Hefði hún kannski átt að velja fótboltann á sínum tíma?

Ég veit það ekki, þú verður að spurja hana að því.“

Pétur bætti svo við.

„Hún (Íris) verður mætt eftir næsta leik.

Það styttist mjög í Berglindi segir Pétur.

Það styttist mjög mikið í Berglindi Björg. Það má alveg búast við henni bráðlega.

Pétur gaf út pistil á dögunum þar sem hann sagði að Stöð Tvö Sport gæti gert miklu betur í kringum leiki í Bestu deild kvenna. Fékk Pétur einhver viðbrögð við þeim pistli?

Ég sá að það var góður panell á Víkingsvellinum í gær. Það var bara frábært og gott hjá þeim að taka tillit til þess og gera þetta betur.

En fékk Pétur einhver viðbrögð frá Stöð Tvö Sport eða Sýn?

Nei.

Viðtalið við Pétur má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner