Ólafur Brynjólfsson þjálfari Gróttu var svekktur eftir 1-1 jafntefli gegn KV í lokaumferð 2. deildar. Um var að ræða hreinan úrslitaleik þar sem Grótta hefði þurft á sigri að halda. KV komst upp.
Lestu um leikinn: KV 1 - 1 Grótta
„Leikurinn var í jafnvægi allan tímann og annað mark hefði alveg getað dottið fyrir okkur, Frammistaða liðsins var fín en spennan var gríðarlega. Við vorum kannski of varkárir," sagði Ólafur.
KV jafnaði í 1-1 úr vítaspyrnu.
„Það var ótrúlega ódýrt víti. Eins og þessir strákar eru margir flottir í fótbolta þá eru þeir ótrúlega fljótir að detta líka. Því miður," sagði Ólafur sem býst við að vera áfram þjálfari Gróttu.
„Það verður að koma helvíti gott tilboð ef ég ætla að fara frá Gróttu."
Viðtalið má sjá í sjónvarpinu hér að ofan í heild sinni.
Athugasemdir