Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   sun 21. september 2025 16:51
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Sjö marka skemmtun í Frankfurt - Burke með þrennu
Þrenna Burke var hans fyrsta í deildinni
Þrenna Burke var hans fyrsta í deildinni
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 3 - 4 Union Berlin
0-1 Ilyas Ansah ('9 )
0-2 Oliver Burke ('32 )
1-2 Nathaniel Brown ('45 )
1-3 Oliver Burke ('53 )
1-4 Oliver Burke ('56 )
2-4 Can Uzun ('80 )
3-4 Jonathan Burkardt ('87 , víti)

Skoski landsliðsmaðurinn Oliver Burke skoraði þrennu er Union Berlín vann magnaðan 4-3 sigur á Eintracht Frankfurt í fjórðu umferð þýsku deildarinnar í dag.

Ilyas Ansah hóf veisluhöld strax á 9. mínútu með laglegu skoti rétt fyrir utan vítateiginn og slapp Burke síðan í gegn á 32. mínútu og lagði boltann hægra megin við Kevin Trapp í markinu.

Nathaniel Brown kveikti vonarneista hjá Frankfurt undir lok hálfleiksins með skoti fyrir utan teig sem fór af varnarmanni og lak í netið, en Union tókst að svara í byrjun síðari.

Burke skoraði með skalla á 53. mínútu og þremur mínútum síðar fullkomnaði hann þrennu sína er hann slapp í gegn í annað sinn í leiknum og í þetta sinn vippaði hann boltanum í netið. Fyrsta þrenna Burke í þýsku deildinni.

Can Uzun og Jonathan Burkardt náðu að klóra í bakkann fyrir Frankfurt, en höfðu ekki tíma til að bæta við fleirum og lokatölur því 4-3 gestunum í vil.

Frankfurt er í 6. sæti með 6 stig og Union með jafnmörg stig í 10. sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 6 6 0 0 25 3 +22 18
2 Dortmund 6 4 2 0 12 4 +8 14
3 RB Leipzig 6 4 1 1 8 8 0 13
4 Stuttgart 6 4 0 2 8 6 +2 12
5 Leverkusen 6 3 2 1 12 8 +4 11
6 Köln 6 3 1 2 11 9 +2 10
7 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
8 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
9 Hamburger 6 2 2 2 6 8 -2 8
10 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
11 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
12 Werder 6 2 1 3 9 14 -5 7
13 Union Berlin 6 2 1 3 8 13 -5 7
14 Augsburg 6 2 0 4 11 13 -2 6
15 Wolfsburg 6 1 2 3 8 10 -2 5
16 Mainz 6 1 1 4 5 10 -5 4
17 Heidenheim 6 1 0 5 4 11 -7 3
18 Gladbach 6 0 3 3 5 12 -7 3
Athugasemdir