ÍBV 1 - 1 Afturelding
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('66 )
1-1 Aron Jóhannsson ('86 )
Rautt spjald: Georg Bjarnason, Afturelding ('95)
Lestu um leikinn
1-0 Alex Freyr Hilmarsson ('66 )
1-1 Aron Jóhannsson ('86 )
Rautt spjald: Georg Bjarnason, Afturelding ('95)
Lestu um leikinn
ÍBV fékk Aftureldingu í heimsókn til Eyja í nýliðaslag í Bestu deildinni í dag.
Eyjamenn voru sterkari í fyrri hálfleik. Hermann Þór Ragnarsson hefði getað komið Eyjamönnum yfir snemma leiks en Jökull Andrésson varði frá honum í fyrstu tilraun en önnur tilraun fór framhjá.
Eyjamenn fengu aukaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik töluvert fyrir utan vítateiginn. Alex Freyr Hilmarsson gerði sér lítið fyrir og skoraði úr henni, stórkostlegt mark.
Arnar Breki Gunnarsson fékk tækifæri til að innsigla sigur ÍBV undir lokin en Jökull vel á verði og kom í veg fyrir mark úr dauðafæri.
Stuttu síðar fékk Afturelding aukaspyrnu og Aron Jóhannsson skoraði úr henni og jafnaði metin. Tvö glæsileg aukaspyrnumörk í Eyjum í dag.
Í blálokin fékk Georg Bjarnason að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Arnari Breka Gunnarssyni sem var að sleppa einn í gegn. Í þetta sinn tók Vicente Valor aukaspyrnuna, Jökull varði boltann út í teiginn og Eyjamenn náðu ekki að nýta sér það. Þetta var síðasti möguleikinn og jafntefli niðurstaðan.
Eyjamenn eru í 2. sæti í neðri hlutanum þegar þetta er skrifað, með 30 stig, þar sem KA er að vinna KR. Afturelding er áfram á botninum með 22 stig, tveimur stigum á eftir KR og þremur stigum frá öruggu sæti.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 23 | 9 | 5 | 9 | 33 - 41 | -8 | 32 |
2. ÍBV | 23 | 8 | 6 | 9 | 25 - 29 | -4 | 30 |
3. Vestri | 23 | 8 | 3 | 12 | 23 - 32 | -9 | 27 |
4. ÍA | 23 | 8 | 1 | 14 | 30 - 43 | -13 | 25 |
5. KR | 23 | 6 | 6 | 11 | 44 - 55 | -11 | 24 |
6. Afturelding | 23 | 5 | 7 | 11 | 30 - 40 | -10 | 22 |
Athugasemdir