Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
banner
   sun 21. september 2025 18:24
Haraldur Örn Haraldsson
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Þetta er bara frábært, það er það sem er skemmtilegt við þetta fyrirkomulag. Að geta spilað alvöru úrslitaleik á Laugardalsvelli, það er geðveikt, ég er mjög spenntur fyrir þessu," sagði Ívar Örn Jónsson leikmaður HK eftir 3-2 sigur gegn Þrótturum, sem tryggði HK áfram í úrslit umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 HK

HK var að spila sinn þriðja leik við Þrótt á skömmum tíma, en HK tókst að vinna alla þessa leiki.

„Uppleggið var mjög svipað og í fyrri leiknum, og þegar við spiluðum við þá í deildinni. Það var aðeins öðruvísi að koma inn í þennan leik einu marki yfir. Þannig við þurftum að vera tilbúnir í það að vera forystuna eins og við gerðum svona síðustu 10 mínúturnar. Heilt yfir þá ætluðum við bara að stíga upp á þá, og ekki vera að fara í einhverjar skotgrafir. Það boðar ekki gott þegar maður er í svona einvígum," sagði Ívar.

Ívar lagði upp tvö mörk hjá HK í dag, bæði úr hornspyrnum.

„Hornin hafa verið að detta svona við og við, það skilaði sér í dag. Mér fannst við eiga inni eftir fyrri leikinn, við vorum fyrstir á mikið af þessum boltum í hornspyrnum og það er bara æðislegt að sjá hann syngja í netinu tvisvar í dag," sagði Ívar.

Ívar var með fyrirliðabandið í dag og er með reyndari mönnum liðsins. Meðalaldurinn á byrjunarliðinu var 23 ára með Ívari sem er 30 ára gamall.

„Það er bara frábært að við gefum þessum ungu strákum mikið tækifæri og þeir hafa bara staðið sig frábærlega í sumar, allir með tölu í rauninni. Manni finnst maður vera full gamall oft þegar maður er í liði þar sem meðalaldurinn er bara 22. En bara heilt yfir er þetta bara geggjað," sagði Ívar.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner