Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 21. september 2025 17:56
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar eru á leið á Laugardalsvöll í úrslit umspils Lengjudeildarinnar annað árið í röð eftir 3-0 sigur á grönnum sínum í Njarðvík á útivelli í dag. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg en sneru taflinu sér í vil í leiknum og eygja enn sæti í Bestu deildinni að ári. Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari þeirra var til viðtals eftir leik og var spurður. Hvar lá munurinn á liðunum í dag?

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  3 Keflavík

„Það var engin svakalegur munur á þessu í dag. Það var bara hálfleikur í þessu eftir leikinn í Keflavík og við vorum bara staðráðnir í að koma hingað og ná inn einu marki til að gera þetta að leik.“

„Það svolítið mikil spenna í leiknum í fyrri hálfleik og lítið að gerast og við náum ekki að ógna markinu. En við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fara hérna út og skapa einhver færi og það kom heldur betur mark úr efstu hillu frá honum Mudri (Marin Mudrazija) og svo fylgja tvö önnur góð mörk.“

Framundan hjá Keflavík er líkt og fyrr segir þar sem mótherjinn verður HK. Staða sem lið Keflavíkur þekkir en liðið beið lægri hlut fyrir Aftureldingu fyrir ári síðan í úrslitaleiknum og sat eftir með sárt ennið. Mun sú reynsla hjálpa þeim?

„Ég held að það geti hjálpað okkur alveg helling að við vorum í þessum leik í fyrra. Þar töpum við en vorum svo nálægt þessu að fara alla leið og menn muna eftir þeirri tilfinningu.“

Sagði Haraldur en allt viðtalið má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner