Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 21. september 2025 17:34
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sporin voru skiljanlega þung fyrir þjálfara Njarðvíkur Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í viðtal eftir 3-0 tap hans manna gegn Keflavík í siðari leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar í dag. Tapið þýddi að Njarðvík situr eftir með sárt ennið og þarf að horfa á eftir grönnum sínum á Laugardalsvöll sem munu leika þar næst komandi laugardag um sæti í Bestu deildinni. Gefum Gunnari orðið.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  3 Keflavík

„Þetta er gríðarlega þungt og mikil vonbrigði. Sérstaklega í ljós þess hvernig við mættum til leiks hérna. Mér fannst við gera virkilega vel í fyrri hálfleik þar sem við lokum á allt sem þeir voru að gera. Þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt á meðan við fáum tækifæri til þess að skora þegar Valdimar fer einn innfyrir og mark hefði breytt gríðarlega miklu.“

Markalaust var í hálfleik og fór Gunnar yfir málin með sínu liði í hálfleik. En það voru þó Keflvíkingar sem reiddu fyrst til höggs og komust yfir snemma í síðari hálfleik.

„Við förum inn í hálfleik og förum yfir þá hluti sem við vildum gera betur. En því miður og ekki í fyrsta skipti í sumar þegar verið er að herja á okkur að þá verðum við oft svolítið litlir.“

Umdeild atvik átti sér stað þegar Keflavík fékk óbeina aukaspyrnu inn í teig Njarðvíkur eftir að Þórður Þorsteinn Þórðarson dómari leiksins mat það sem svo að varnarmaður heimamanna hefði átt sendingu til baka á markmann sem tók boltann upp í hendur sér. Upp úr spyrnunni skoraði Keflavík annað mark sitt í leiknum. Hvernig horfði atvikið við Gunnari?

„Ég bara sé það ekki nægjanlega vel ef ég á að segja alveg eins og er.“

Gunnar Heiðar er að ljúka sínu öðru heila tímabili með Njarðvík eftir að hafa tekið við liðinu á miðju sumri árið 2023. Hvað býr í hans framtíð? Verður hann áfram með lið Njarðvíkur?

„Bara ekki hugmynd. Ég er að verða atvinnulaus núna og er bara svo ógeðslega svekktur með hvernig við endum þetta eftir allt sem við lögðum í þetta.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner