Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
Donni: Reynir á að sýna kjark og dug
Ashley Brown um endurkomu til Íslands: Svo frábært að ég þurfti að koma aftur
Guðni Eiríksson: Sem betur fer þá hefur FH liðið að einhverju að keppa
Óskar Smári: Eina liðið sem vinnur leik komandi inn í neðri hlutann
Sjáðu lætin á Króknum - Ætluðu að vaða í dómarana
   sun 21. september 2025 17:34
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sporin voru skiljanlega þung fyrir þjálfara Njarðvíkur Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í viðtal eftir 3-0 tap hans manna gegn Keflavík í siðari leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar í dag. Tapið þýddi að Njarðvík situr eftir með sárt ennið og þarf að horfa á eftir grönnum sínum á Laugardalsvöll sem munu leika þar næst komandi laugardag um sæti í Bestu deildinni. Gefum Gunnari orðið.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  3 Keflavík

„Þetta er gríðarlega þungt og mikil vonbrigði. Sérstaklega í ljós þess hvernig við mættum til leiks hérna. Mér fannst við gera virkilega vel í fyrri hálfleik þar sem við lokum á allt sem þeir voru að gera. Þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt á meðan við fáum tækifæri til þess að skora þegar Valdimar fer einn innfyrir og mark hefði breytt gríðarlega miklu.“

Markalaust var í hálfleik og fór Gunnar yfir málin með sínu liði í hálfleik. En það voru þó Keflvíkingar sem reiddu fyrst til höggs og komust yfir snemma í síðari hálfleik.

„Við förum inn í hálfleik og förum yfir þá hluti sem við vildum gera betur. En því miður og ekki í fyrsta skipti í sumar þegar verið er að herja á okkur að þá verðum við oft svolítið litlir.“

Umdeild atvik átti sér stað þegar Keflavík fékk óbeina aukaspyrnu inn í teig Njarðvíkur eftir að Þórður Þorsteinn Þórðarson dómari leiksins mat það sem svo að varnarmaður heimamanna hefði átt sendingu til baka á markmann sem tók boltann upp í hendur sér. Upp úr spyrnunni skoraði Keflavík annað mark sitt í leiknum. Hvernig horfði atvikið við Gunnari?

„Ég bara sé það ekki nægjanlega vel ef ég á að segja alveg eins og er.“

Gunnar Heiðar er að ljúka sínu öðru heila tímabili með Njarðvík eftir að hafa tekið við liðinu á miðju sumri árið 2023. Hvað býr í hans framtíð? Verður hann áfram með lið Njarðvíkur?

„Bara ekki hugmynd. Ég er að verða atvinnulaus núna og er bara svo ógeðslega svekktur með hvernig við endum þetta eftir allt sem við lögðum í þetta.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner