Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 21. september 2025 17:34
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sporin voru skiljanlega þung fyrir þjálfara Njarðvíkur Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfara Njarðvíkur í viðtal eftir 3-0 tap hans manna gegn Keflavík í siðari leik liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildarinnar í dag. Tapið þýddi að Njarðvík situr eftir með sárt ennið og þarf að horfa á eftir grönnum sínum á Laugardalsvöll sem munu leika þar næst komandi laugardag um sæti í Bestu deildinni. Gefum Gunnari orðið.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  3 Keflavík

„Þetta er gríðarlega þungt og mikil vonbrigði. Sérstaklega í ljós þess hvernig við mættum til leiks hérna. Mér fannst við gera virkilega vel í fyrri hálfleik þar sem við lokum á allt sem þeir voru að gera. Þeir sköpuðu sér lítið sem ekki neitt á meðan við fáum tækifæri til þess að skora þegar Valdimar fer einn innfyrir og mark hefði breytt gríðarlega miklu.“

Markalaust var í hálfleik og fór Gunnar yfir málin með sínu liði í hálfleik. En það voru þó Keflvíkingar sem reiddu fyrst til höggs og komust yfir snemma í síðari hálfleik.

„Við förum inn í hálfleik og förum yfir þá hluti sem við vildum gera betur. En því miður og ekki í fyrsta skipti í sumar þegar verið er að herja á okkur að þá verðum við oft svolítið litlir.“

Umdeild atvik átti sér stað þegar Keflavík fékk óbeina aukaspyrnu inn í teig Njarðvíkur eftir að Þórður Þorsteinn Þórðarson dómari leiksins mat það sem svo að varnarmaður heimamanna hefði átt sendingu til baka á markmann sem tók boltann upp í hendur sér. Upp úr spyrnunni skoraði Keflavík annað mark sitt í leiknum. Hvernig horfði atvikið við Gunnari?

„Ég bara sé það ekki nægjanlega vel ef ég á að segja alveg eins og er.“

Gunnar Heiðar er að ljúka sínu öðru heila tímabili með Njarðvík eftir að hafa tekið við liðinu á miðju sumri árið 2023. Hvað býr í hans framtíð? Verður hann áfram með lið Njarðvíkur?

„Bara ekki hugmynd. Ég er að verða atvinnulaus núna og er bara svo ógeðslega svekktur með hvernig við endum þetta eftir allt sem við lögðum í þetta.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner