Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bói
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
Davíð Smári: Hendum þessu frá okkur í einhverja vitleysu
Nik Chamberlain: Hefðum getað skorað fleiri
Lárus Orri: Erum ennþá í miðri á
Einar Guðna: Skilyrði að snúa þessu við
Fær kveðjuleik á Laugardalsvelli: Myndi gera ótrúlega mikið fyrir mig
Stýrði Gróttu í fjarveru Rúnars: Mjög vonsvikinn
Jói Hreiðars: Þær fengu of auðveld færi
Matti Guðmunds: Þetta átti að enda með marki
   sun 21. september 2025 18:11
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er hrikalega spennandi, þetta er skemmtilegt fyrirkomulag ef það endar vel. Þetta er annað skrefið, fyrst var það að koma sér í úrslitakeppnina, svo var það að koma sér á Laugardalsvöll. Við erum komnir þangað, og höfum aðeins lengri tíma til að undirbúa liðið fyrir alvöru úrslitaleik. Frábært fyrir alla HK-inga að eiga þennan dag framundan á Laugardalsvelli," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir 3-2 sigur gegn Þrótturum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 HK

Þetta voru miklir marka leikir milli HK og Þróttar, og samanlagt fór þetta 7-5 fyrir HK.

„Við byrjuðum rosalega vel, og erum vel yfir í leiknum. Þótt að staðan sé bara 1-0 þá fáum við rosalega góðar stöður til að hér um bil ganga frá þessu snemma, og komast í 2-0. Svo voru Þróttararnir töluvert betri en við síðasta korterið og jafna leikinn. Við þurftum bara aðeins að endurstilla okkur og byrja aftur í seinni hálfleik. Við komum okkur aðeins aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Þetta var svona meira 50-50 þá og svo skorum við úr horni sem var rosalega mikilvægt fyrir okkur. Þeir minnka svo bara muninn strax. Þá er þetta allt bara galopið, það var þetta hungur og þessi vilji, og baráttuhugur. Það er rosalegur andi, og liðsheildin svakaleg, og það er ekki bara liðið, það eru menn sem koma inn á og skila risa hlutverki fyrir okkur leik eftir leik. Okkur hlakkar mikið til að fara á völlinn hérna við hliðin á," sagði Hermann.

Byrjunarlið HK var með meðalaldur upp á 23 ár, en þrátt fyrir ungan aldur á mörgum leikmönnum stóðust þeir pressuna.

„Það er náttúrulega stórkostlegt, að vera komnir þetta langt á korn ungu liði. Þetta eru allt risa leikir sem við erum búnir að vera að spila upp á síðkastið, og menn eru búnir að vera stíga upp. Erum búnir að blóðga marga korn unga HK-inga hér í sumar, og maður verður miklu stoltari af því að gera þetta svona. Við seldum tvo í glugganum og misstum tvo í skóla, og vorum svo sem ekkert að bæta við okkur. Við tókum slaginn með ungu strákunum og eins og ég segi, er það miklu skemmtilegra. Þetta er búið að vera frábært tímabil, og risa leikur eftir, það verður gaman," sagði Hermann.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir