Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 21. september 2025 18:11
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er hrikalega spennandi, þetta er skemmtilegt fyrirkomulag ef það endar vel. Þetta er annað skrefið, fyrst var það að koma sér í úrslitakeppnina, svo var það að koma sér á Laugardalsvöll. Við erum komnir þangað, og höfum aðeins lengri tíma til að undirbúa liðið fyrir alvöru úrslitaleik. Frábært fyrir alla HK-inga að eiga þennan dag framundan á Laugardalsvelli," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir 3-2 sigur gegn Þrótturum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 HK

Þetta voru miklir marka leikir milli HK og Þróttar, og samanlagt fór þetta 7-5 fyrir HK.

„Við byrjuðum rosalega vel, og erum vel yfir í leiknum. Þótt að staðan sé bara 1-0 þá fáum við rosalega góðar stöður til að hér um bil ganga frá þessu snemma, og komast í 2-0. Svo voru Þróttararnir töluvert betri en við síðasta korterið og jafna leikinn. Við þurftum bara aðeins að endurstilla okkur og byrja aftur í seinni hálfleik. Við komum okkur aðeins aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Þetta var svona meira 50-50 þá og svo skorum við úr horni sem var rosalega mikilvægt fyrir okkur. Þeir minnka svo bara muninn strax. Þá er þetta allt bara galopið, það var þetta hungur og þessi vilji, og baráttuhugur. Það er rosalegur andi, og liðsheildin svakaleg, og það er ekki bara liðið, það eru menn sem koma inn á og skila risa hlutverki fyrir okkur leik eftir leik. Okkur hlakkar mikið til að fara á völlinn hérna við hliðin á," sagði Hermann.

Byrjunarlið HK var með meðalaldur upp á 23 ár, en þrátt fyrir ungan aldur á mörgum leikmönnum stóðust þeir pressuna.

„Það er náttúrulega stórkostlegt, að vera komnir þetta langt á korn ungu liði. Þetta eru allt risa leikir sem við erum búnir að vera að spila upp á síðkastið, og menn eru búnir að vera stíga upp. Erum búnir að blóðga marga korn unga HK-inga hér í sumar, og maður verður miklu stoltari af því að gera þetta svona. Við seldum tvo í glugganum og misstum tvo í skóla, og vorum svo sem ekkert að bæta við okkur. Við tókum slaginn með ungu strákunum og eins og ég segi, er það miklu skemmtilegra. Þetta er búið að vera frábært tímabil, og risa leikur eftir, það verður gaman," sagði Hermann.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner