Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   sun 21. september 2025 18:11
Haraldur Örn Haraldsson
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta er hrikalega spennandi, þetta er skemmtilegt fyrirkomulag ef það endar vel. Þetta er annað skrefið, fyrst var það að koma sér í úrslitakeppnina, svo var það að koma sér á Laugardalsvöll. Við erum komnir þangað, og höfum aðeins lengri tíma til að undirbúa liðið fyrir alvöru úrslitaleik. Frábært fyrir alla HK-inga að eiga þennan dag framundan á Laugardalsvelli," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir 3-2 sigur gegn Þrótturum í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  3 HK

Þetta voru miklir marka leikir milli HK og Þróttar, og samanlagt fór þetta 7-5 fyrir HK.

„Við byrjuðum rosalega vel, og erum vel yfir í leiknum. Þótt að staðan sé bara 1-0 þá fáum við rosalega góðar stöður til að hér um bil ganga frá þessu snemma, og komast í 2-0. Svo voru Þróttararnir töluvert betri en við síðasta korterið og jafna leikinn. Við þurftum bara aðeins að endurstilla okkur og byrja aftur í seinni hálfleik. Við komum okkur aðeins aftur inn í leikinn í seinni hálfleik. Þetta var svona meira 50-50 þá og svo skorum við úr horni sem var rosalega mikilvægt fyrir okkur. Þeir minnka svo bara muninn strax. Þá er þetta allt bara galopið, það var þetta hungur og þessi vilji, og baráttuhugur. Það er rosalegur andi, og liðsheildin svakaleg, og það er ekki bara liðið, það eru menn sem koma inn á og skila risa hlutverki fyrir okkur leik eftir leik. Okkur hlakkar mikið til að fara á völlinn hérna við hliðin á," sagði Hermann.

Byrjunarlið HK var með meðalaldur upp á 23 ár, en þrátt fyrir ungan aldur á mörgum leikmönnum stóðust þeir pressuna.

„Það er náttúrulega stórkostlegt, að vera komnir þetta langt á korn ungu liði. Þetta eru allt risa leikir sem við erum búnir að vera að spila upp á síðkastið, og menn eru búnir að vera stíga upp. Erum búnir að blóðga marga korn unga HK-inga hér í sumar, og maður verður miklu stoltari af því að gera þetta svona. Við seldum tvo í glugganum og misstum tvo í skóla, og vorum svo sem ekkert að bæta við okkur. Við tókum slaginn með ungu strákunum og eins og ég segi, er það miklu skemmtilegra. Þetta er búið að vera frábært tímabil, og risa leikur eftir, það verður gaman," sagði Hermann.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner