Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
   sun 21. september 2025 16:41
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Vítaklúður og rautt spjald er Atlético tapaði stigum
Vedat Muriqi skoraði með þrumuskalla
Vedat Muriqi skoraði með þrumuskalla
Mynd: EPA
Alexander Sorloth sá rautt
Alexander Sorloth sá rautt
Mynd: EPA
Atlético Madríd tapaði stigum er liðið heimsótti Real Mallorca í 5. umferð La Liga á Spáni í dag.

Atlético, sem er þriðja stærsta liðið í deildinni, hefur ekki fagnað neitt sérstaklega frábærum árangri í byrjun leiktíðar og aðeins unnið einn til þessa.

Julian Alvarez klikkaði af vítapunktinum á 14. mínútu leiks gegn Mallorca í dag og þá var Norðmaðurinn Alexander Sorloth rekinn af velli þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka fyrir groddalegt brot.

Manni færri tókst Atlético samt að komast yfir þökk sé enska miðjumanninum Conor Gallagher sem hljóp á frákast eftir að markvörður Mallorca varði skot Marcos Llorente út í teiginn og skoraði Gallagher með föstu skoti.

Vedat Muriqi, sem lék okkur Íslendinga grátt í umspili Þjóðadeildarinnar í mars, skoraði jöfnunarmarkið með hörkuskalla eftir fyrirgjöf frá vinstri á 85. mínútu og þar við sat.

Atlético er með aðeins sex stig eftir fimm leiki á meðan Mallorca er í næst neðsta sæti með tvö stig.

Rayo Vallecano og Celta Vigo skildu jöfn, 1-1. Reynsluboltinn Borja Iglesias skoraði mark Celta á 49. mínútu en það var Jorge De Frutos Sebastian sem jafnaði fyrir heimamenn fimmtán mínútum síðar.

Mallorca 1 - 1 Atletico Madrid
0-0 Julian Alvarez ('14 , Misnotað víti)
0-1 Conor Gallagher ('79 )
1-1 Vedat Muriqi ('85 )
Rautt spjald: Alexander Sorloth, Atletico Madrid ('73)

Rayo Vallecano 1 - 1 Celta
0-1 Borja Iglesias ('49 )
1-1 Jorge De Frutos Sebastian ('65 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 16 13 1 2 47 20 +27 40
2 Real Madrid 16 11 3 2 32 15 +17 36
3 Villarreal 15 11 2 2 31 13 +18 35
4 Atletico Madrid 16 9 4 3 28 15 +13 31
5 Espanyol 15 8 3 4 19 16 +3 27
6 Betis 15 6 6 3 25 19 +6 24
7 Athletic 16 7 2 7 15 20 -5 23
8 Getafe 15 6 2 7 13 17 -4 20
9 Elche 15 4 7 4 18 17 +1 19
10 Celta 15 4 7 4 18 19 -1 19
11 Alaves 15 5 3 7 13 15 -2 18
12 Vallecano 15 4 5 6 13 16 -3 17
13 Sevilla 15 5 2 8 20 24 -4 17
14 Real Sociedad 15 4 4 7 19 22 -3 16
15 Osasuna 15 4 3 8 14 18 -4 15
16 Valencia 15 3 6 6 14 23 -9 15
17 Mallorca 15 3 5 7 15 22 -7 14
18 Girona 15 2 6 7 13 29 -16 12
19 Oviedo 15 2 4 9 7 22 -15 10
20 Levante 15 2 3 10 16 28 -12 9
Athugasemdir
banner