Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
   sun 21. september 2025 18:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: KR áfram í fallsæti - Birnir Snær með tvennu
Birnir Snær skoraði tvennu fyrir KA
Birnir Snær skoraði tvennu fyrir KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson skoraði einnig tvennu fyrir KR
Aron Sigurðarson skoraði einnig tvennu fyrir KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 4 - 2 KR
0-1 Aron Sigurðarson ('14 )
1-1 Ingimar Torbjörnsson Stöle ('22 )
1-2 Aron Sigurðarson ('43 )
2-2 Birnir Snær Ingason ('48 )
3-2 Birnir Snær Ingason ('52 )
4-2 Andri Fannar Stefánsson ('94 )
Lestu um leikinn

KA fékk KR í heimsókn í fyrstu umferð í neðri hlutanum í Bestu deildinni í dag. KR var í fallsæti fyrir leikinn og gat með jákvæðum úrslitum komist aftur upp fyrir ÍA sem vann þriðja leikinn í röð gegn Vestra í gær.

Þetta byrjaði vel fyrir KR þegar Aron Sigurðarson skoraði laglegt mark með skoti í fjærhornið. Forystan stóð ekki lengi þar sem Ingimar Torbjörnsson Stöle átti skot fyrir utan teiginn og boltinn fór í stöngina og í Arnar Frey Ólafsson, sem var í marki KR í dag, og í netið.

KA varð fyrir áfalli eftir rúmlega hálftíma leik þegar Steinþór Már Auðunsson þurfti að fara af velli vegna meiðsla og William Tönning kom inn á í hans stað.

Undir lok fyrri hálfleiks kom Aron KR-ingum aftur yfir þegar hann negldi boltanum í fjærhornið.

Strax í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Birnir Snær Ingason metin fyrir KA. Hann er kominn í gang hjá KA en hann hefur núna skorað í þremur leikjum í röð.

Hann var aftur á ferðinni stuttu síðar. KA fékk aukaspyrnu sem Arnar Freyr varði út í teiginn. Birnir var fljótur að átta sig og fylgdi á eftir og kom KA yfir.

KR var nálægt því að jafna metin þegar Orri Hrafn Kjartansson náði skoti að marki en boltinn fór í varnarmann og framhjá.

Andri Fannar Stefánssoon innsiglaði sigur KA í 200. leik sínum fyrir félagið í blálokin eftir skyndisókn. Birnir komst í gott færi til að skora þrennuna en skotið ekki nægilega gott og Arnar Freyr sá við honum.

KR er áfram í fallsæti, stigi frá öruggu sæti, en KA er í bílstjórasætinu í baráttunni um Forsetabikarinn, tveimur stigum á undan ÍBV sem gerði jafntefli gegn Aftureldingu í dag.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 23 9 5 9 33 - 41 -8 32
2.    ÍBV 23 8 6 9 25 - 29 -4 30
3.    Vestri 23 8 3 12 23 - 32 -9 27
4.    ÍA 23 8 1 14 30 - 43 -13 25
5.    KR 23 6 6 11 44 - 55 -11 24
6.    Afturelding 23 5 7 11 30 - 40 -10 22
Athugasemdir