Liverpool fær samkeppni frá Real Madrid - Barcelona á eftir Haaland - Man Utd býður Mainoo í skiptum fyrir Valverde
banner
   sun 21. september 2025 17:01
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Oxford vann loksins leik og Bristol City ekki lengur taplaust
Mynd: Oxford United
Bristol City 1 - 3 Oxford United
0-1 Nik Prelec ('19 )
0-2 Przemyslaw Placheta ('45 )
1-2 Anis Mehmeti ('53 )
1-3 Greg Leigh ('90 )

Oxford United náði í sinn fyrsta sigur í ensku B-deildinni á tímabilinu er það heimsótti Bristol City á Ashton Gate en lokatölur urðu 3-1, gestunum í vil.

Liðið hafði tapað þremur leikjum og gert tvö jafntefli á meðan Bristol City var komið á skrið og hafði unnið síðustu tvo leiki sína.

Þetta var kærkomið hjá Oxford sem fór með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Nik Prelec skoraði á 19. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu og þá bætti Przemyslaw Placheta við öðru með þrumufleyg undir lok hálfleiksins.

Bristol hafði ekki tapað leik á tímabilinu og reyndi að koma í veg fyrir það í þeim síðari. Anis Mehmeti átti hörkuskot við vítateigslínuna og reyndu heimamenn að sækja stig undir lokin, en fengu í staðinn þriðja markið í andlitið eftir aukaspyrnu Greg Leigh.

Fyrsti sigur Oxford og á sama tíma fyrsta tap Bristol City í deildinni. Oxford er með 5 stig í 20. sæti en Bristol í 3. sæti með 11 stig eftir sex leiki.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 6 5 1 0 11 4 +7 16
2 Stoke City 6 4 0 2 9 4 +5 12
3 Bristol City 6 3 2 1 13 7 +6 11
4 Leicester 6 3 2 1 8 5 +3 11
5 Preston NE 6 3 2 1 7 5 +2 11
6 Coventry 6 2 4 0 15 7 +8 10
7 West Brom 6 3 1 2 7 6 +1 10
8 Birmingham 6 3 1 2 5 5 0 10
9 QPR 6 3 1 2 10 12 -2 10
10 Swansea 6 2 2 2 6 5 +1 8
11 Charlton Athletic 6 2 2 2 4 5 -1 8
12 Portsmouth 6 2 2 2 4 5 -1 8
13 Hull City 6 2 2 2 10 12 -2 8
14 Norwich 6 2 1 3 9 9 0 7
15 Wrexham 6 2 1 3 11 12 -1 7
16 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
17 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
18 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
19 Southampton 6 1 3 2 7 9 -2 6
20 Oxford United 6 1 2 3 9 10 -1 5
21 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
22 Derby County 6 1 2 3 8 12 -4 5
23 Sheff Wed 6 1 1 4 5 12 -7 4
24 Sheffield Utd 6 0 0 6 1 13 -12 0
Athugasemdir
banner