Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   mán 21. september 2020 23:04
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Stig er stig
Arnar vildi meira úr leiknum.
Arnar vildi meira úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Stig er stig. Þetta var action leikur og HK voru virkilega flottir í kvöld. Bæði lið fengu færi í fyrri hálfleik en mér fannst við sterkari í þeim seinni. Þeir höfðu ekki alveg úthald í að halda tempói í 90 mínútur en við höfðum það og hefðum átt að klára þennan leik."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Þegar að flautað var til hálfleiks var staðan markalaus, en bæði lið höfðu þá fengið nokkur færi til að skora. Víkingar voru svo hættulegri aðilinn í seinni hálfleik en lentu þó undir.

„Eins og ég segi þá voru HK flottir og gáfu okkur góðan leik. En auðvitað er ég mjög svekktur að taka ekki fleiri stig, sérstaklega því við vorum einum fleiri í korter. En inn vildi boltinn ekki."

Fyrir leik var tilkynnt að þetta yrði síðasti leikurinn hans Óttars Magnúsar Karlssonar, markahæsta leikmanns Víkings, en hann er á leið til Venezia á Ítalíu.

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Í fyrsta lagi er ég ánægður fyrir hans hönd þar sem að hann á þetta svo sannarlega skilið. Svo er þetta gott fyrir mig sem þjálfara að fá að taka þátt í að koma ferlinum hans aftur í gang. En auðvitað segir það sig sjálft að það er ekki gott að missa aðalmarkaskorarann okkar en þá verða hinir leikmennirnir bara að stíga upp." sagði Arnar um Óttar Magnús.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner