Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 21. september 2020 23:04
Kristófer Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Stig er stig
Arnar vildi meira úr leiknum.
Arnar vildi meira úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn HK í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Stig er stig. Þetta var action leikur og HK voru virkilega flottir í kvöld. Bæði lið fengu færi í fyrri hálfleik en mér fannst við sterkari í þeim seinni. Þeir höfðu ekki alveg úthald í að halda tempói í 90 mínútur en við höfðum það og hefðum átt að klára þennan leik."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Þegar að flautað var til hálfleiks var staðan markalaus, en bæði lið höfðu þá fengið nokkur færi til að skora. Víkingar voru svo hættulegri aðilinn í seinni hálfleik en lentu þó undir.

„Eins og ég segi þá voru HK flottir og gáfu okkur góðan leik. En auðvitað er ég mjög svekktur að taka ekki fleiri stig, sérstaklega því við vorum einum fleiri í korter. En inn vildi boltinn ekki."

Fyrir leik var tilkynnt að þetta yrði síðasti leikurinn hans Óttars Magnúsar Karlssonar, markahæsta leikmanns Víkings, en hann er á leið til Venezia á Ítalíu.

„Þetta eru blendnar tilfinningar. Í fyrsta lagi er ég ánægður fyrir hans hönd þar sem að hann á þetta svo sannarlega skilið. Svo er þetta gott fyrir mig sem þjálfara að fá að taka þátt í að koma ferlinum hans aftur í gang. En auðvitað segir það sig sjálft að það er ekki gott að missa aðalmarkaskorarann okkar en þá verða hinir leikmennirnir bara að stíga upp." sagði Arnar um Óttar Magnús.

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner