Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   fim 21. september 2023 22:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Blendnar tilfinningar Óskars: Í því felst ekki einhver frekja eða hroki
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson
Mynd: EPA
Höskuldur Gunnlaugsson í baráttunni í kvöld
Höskuldur Gunnlaugsson í baráttunni í kvöld
Mynd: EPA

„Blendnar tilfinningar," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir tap liðsins gegn Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni viðtali á Stöð 2 Sport.


Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 -  2 Breiðablik

Óskari fannst sínir menn of hikandi í upphafi leiks.

„Um leið og við stigum upp á þá náum við ágætis stjórn á leiknum. Þegar öllu er á botnin hvolft er maður stoltur af liðinu, hversu mikið menn lögðu á sig og spilamennskuna. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður og fara vorkenna sér þegar þú ert kominn 3-0 undir," sagði Óskar Hrafn.

Óskar sagði að liðið muni læra mikið af því að spila gegn eins sterku liði og Maccabi Tel Aviv.

„Mér fannst eins og við ættum eina sókn eftir, sóknin sem myndi jafna leikinn. Mér fannst við fá betri stöður, við þurfum að vera betri í teigunum. Við getum verið ánægðir með þessa frammistöðu að mörgu leyti en við áttum að gera betur í fyrri hluta fyrri hálfleiks og eigum að gera betur í þeim stöðum sem komumst í sóknarlega, við verðum að gera kröfur á það, í því fellst ekki einhver frekja eða hroki. Þegar við erum komnir hingað verðum við að nýta stöðurnar betur," sagði Óskar Hrafn.

Liðið mætir Zorya frá Úkraínu í næstu umferð á Laugardalsvelli eftir tvær vikur.

„Þetta gefur okkur þau svör að við þurfum ekki að óttast neitt. Auðvitað er Maccabi Tel Aviv gott lið en við getum komið hingað og pressað þá hátt og staðið hátt á þá og spilað marga fína spilkafla," sagði Óskar

„Við vorum aðeins pínulítið litlir í okkur í byrjun. Nú erum við búnir að hrista af okkur frumsýningarskrekkinn. Þurfum að mæta með kassann úti, við mætum Zorya sem náði mjög sterku stigi gegn Gent í kvöld og við þurfum að mæta þeim með kassann úti og pressa þá inn í þeirra eigin mark. Þar liggur okkar styrkur, ef við ætlum að fara falla til baka og vera litlir í okkur þá gerist það sem gerðist fyrstu 20-30 mínúturnar. Það eru kannski meiri einstaklingsgæði í hinum liðunum en við erum með stærra hjarta og meiri liðsheild."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner