Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   fim 21. september 2023 21:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Hetjuleg frammistaða hjá Blikum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Maccabi Tel Aviv 3 - 2 Breiðablik
1-0 Yvann Macon ('11 )
2-0 Eran Zahavi ('25 )
3-0 Dan Biton ('32 )
3-1 Klæmint Andrasson Olsen ('44 )
3-2 Klæmint Andrasson Olsen ('55 )
Lestu um leikinn


Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 -  2 Breiðablik

Fyrsta leik Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er lokið.

Blikar voru í vandræðum varnarlega í fyrri hálfleik en þeir gátu lítið gert þegar Yvann Macon kom heimamönnum í Maccabi Tel Aviv yfir með stórkostlegu marki.

Eran Zahavi bætti öðru markinu við áður en Dan Biton skoraði þriðja markið eftir vandræðagang í vörn Breiðabliks.

Klæmint Olsen var frábær í sókninni hjá Blikum en hann minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks eftir frábæra sókn.

Hann bætti öðru marki við snemma í síðari hálfleik þegar hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni.

Heimamenn voru með nokkra yfirburði eftir það en fleiri urðu mörkin ekki.


Athugasemdir
banner
banner
banner