Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu upp í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
Aron Elís: Fannst við eiga að fá allavegana tvö víti
Daníel Hafsteins: Þá ertu helvíti líklegur
Bjarni Aðalsteins: Hann er kóngurinn, ég elska hann
Arnar Gunnlaugs: Stundum þarftu að finna fyrir sársaukanum
Jakob Snær: Tilfinningarnar eiga eftir að rigna meira yfir mann seinna
Ingvar Jóns: Þeir áttu sigurinn bara skilið
Viðar: Þakka stuðningsmannasveit Víkings fyrir mótíveringuna
Ívar Örn: Ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
   lau 21. september 2024 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
Bræðurnir með bikarinn eftir leik, Grímsi til vinstri.
Bræðurnir með bikarinn eftir leik, Grímsi til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er æðislegt. Þetta er ekki eitthvað sem ég hefði getað ímyndað mér fyrir mörgum árum," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, við Fótbolta.net eftir sigur gegn Víkingi í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Hallgrímur hefur verið leikmaður í 15 ár og þetta er fyrsti stóri titillinn sem félagið vinnur á þeim tíma.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

„Þetta er ógeðslega sætt. Ég hef verið hér í 15 ár og þetta er mjög sérstakt fyrir mig. Ég á ekki endilega mikið eftir af ferlinum og það er mjög sætt að ná þessu. Þessir stuðningsmenn, maður var gráti næst fyrir leik þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Maður vildi gera þetta fyrir þau."

Hallgrímur Mar er svo sannarlega goðsögn hjá KA, mögulega besti leikmaður í sögu félagsins.

„Maður var eiginlega með gæsahúð í allan dag. Þegar stúkan var orðin full, þá var maður bara 'what the hell' (hvað í fjandanum)."

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, maður er enn að melta þetta. Við erum bara lið út á landi og ég kem bara frá litlum bæ, Húsavík. Maður er bara í einhverri geðshræringu," sagði Grímsi.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner