Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 21. október 2019 19:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Ótrúlegt klúður Pepe í fyrri hálfleik
Arsenal er í heimsókn á Brammal Lane í Sheffield. Sheffield United leiðir í fyrri hálfleik með einu marki en Lys Mousset kom heimamönnum yfir eftir um hálftíma leik. Mousset stýrði boltanum í netið eftir skalla Jack O'Connell.

Á 20. mínútu fékk Nicolas Pepe dauðafæri þegar Sead Kolasinac átti flotta fyrirgjöf frá vinstri. Pepe hitti boltann afspyrnuilla og boltinn fór framhjá markinu.

Mynd af því hvar Pepe er staðsettur má sjá hér að neðan en Pepe hefur mikið verið gagnrýndur fyrir frammistöðu sína hjá Arsenal en hann var keyptur á metfé í sumar.



Hér má sjá myndband af Twitter þar sem fyrirgjöfin sést og tilraun Pepe
Athugasemdir
banner
banner