Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 21. október 2021 10:12
Elvar Geir Magnússon
Nagelsmann með veiruna - Flýgur heim með sjúkraflugi
Var ekki á hliðarlínunni í gær
Nagelsmann mun fara í einangrun á heimili sínu.
Nagelsmann mun fara í einangrun á heimili sínu.
Mynd: EPA
Julian Nagelsmann stjóri Bayern München hefur greinst með Covid-19 veiruna.

Hann var með flensueinkenni og stýrði Bæjurum því ekki í 4-0 sigri gegn Benfica í Meistaradeildinni í gær.

Bayern hefur nú staðfest að Nagelsmann sé leið aftur til München en ferðist ekki með liðinu. Hann ferðast með sjúkraflugi og mun nú fara í einangrun á heimili sínu.

Um klukkutíma fyrir leik í gær var ákveðið að Nagelsmann myndi ekki stýra liðinu frá hliðarlínunni og aðstoðarmenn hans tóku upp keflið.

Nagelsmann, sem er 34 ára, er við stjórnvölinn hjá Bayern á sínu fyrsta tímabili. Bæjarar eru á toppi þýsku deildarinnar og einnig á toppi síns riðils í Meistaradeildinni þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leikina.
Athugasemdir
banner
banner
banner