Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 21. nóvember 2021 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Washington Spirit bandarískur meistari í fyrsta sinn
Kvenaboltinn
Washington Spirit varð um helgina bandarískur meistari kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Washington mætti Chicago Red Stars í úrslitaleiknum um titilinn og venjulegur leiktími var ekki nóg til að skera úr um sigurvegara. Staðan að honum loknum var 1-1.

Því þurfti að framlengja. Í framlengingunni var það Kelley O'Hara sem reyndist hetjan. O'Hara óttast ekki stóra sviðið; varnarmaðurinn hefur unnið tvo heimsmeistaratitla og eitt Ólympíugull með bandaríska landsliðinu. Hún bætti titli í titlasafnið sitt í gær með því að skora sigurmarkið.

Hún skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá Trinity Rodman, sem var valin nýliði ársins í deildinni. Trinity, sem er gríðarlega spennandi leikmaður, er dóttir NBA goðsagnarinnar Dennis Rodman.

O'Hara varð sú elsta frá upphafi til að skora í úrslitaleik bandarísku deildarinnar - hún er 33 ára.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, fylgdist með leiknum og skrifaði á Twitter: „Fótbolti í sinni bestu mynd."

Eftirminnilegur sigur hjá Washington Spirit og verður gaman að sjá hvort félagið vinni fleiri titla á næstu árum. Bandaríska deildin er ein sú sterkasta í heimi.



Athugasemdir
banner
banner
banner