Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fös 21. nóvember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta er hans vandamál ekki okkar“
Mynd: EPA
Gennaro Ivan Gattuso, þjálfari ítalska landsliðsins, svaraði enn og aftur spurningum um fjarveru Federico Chiesa í landsliðinu, en hann segir að vandamálið liggja hjá leikmanninum en ekki þeim sem stýra liðinu.

Chiesa hefur hafnað landsliðskallinu í síðustu tveimur gluggum en Gattuso vill ólmur fá hann aftur í hópinn.

Liverpool-maðurinn hefur hingað til sagt nei. Markmið hans er að koma sér í betra form og vinna sér sæti í liðið hjá Arne Slot og framhaldið síðan skoðað í kjölfarið.

Gattuso var spurður út í það hvort hann ætli sér að kalla Chiesa í landsliðið fyrir HM-umspilið í mars, en þjálfarinn sagði það alltaf vera planið en að ákvörðunin liggur hjá Ítalanum.

„Þú þekkir þetta mjög vel. Ég hringi í Chiesa fyrir hvern einasta landsleikjaglugga. Vandamálið er ekki Gattuso eða þjálfarateymið. Þetta er hans vandamál, ekki okkar. Þú veist þetta,“ sagði Gattuso.
Athugasemdir
banner
banner