Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 21. desember 2022 13:50
Elvar Geir Magnússon
Mjög leiðinlegt fyrir hann og liðið að þetta gerðist
Luis Díaz.
Luis Díaz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kólumbíski sóknarmaðurinn Luis Díaz hjá Liverpool varð fyrr í þessum mánuði fyrir bakslagi í endurhæfingu sinni en hann hefur ekki spilað síðan í október.

Díaz þurfti að fara undir hnífinn og talað um að hann snúi ekki aftur fyrr en í mars. Liverpool hefur þó ekki gefið út neinn tímaramma.

„Það vita allir hvaða áhrif Luis Díaz hefur haft á liðið, það er ekki auðvelt að koma inn í lið og hafa svona jákvæð áhrif," segir Pep Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool.

„Það er mjög leiðinlegt fyrir hann sjálfan og fyrir liðið hvað gerðist. Hann er með sterkan karakter, er brosandi og leggur mikið á sig. Hann mun koma sterkari til baka og það mun hjálpa okkur. Vonandi snýr hann sem fyrst aftur."

Liverpool á sinn fyrsta leik eftir HM hlé annað kvöld, gegn Manchester City í deildabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner