Sveinbjörn Jónasson, leikmaður Víkings í Reykjavík, var að vonum ánægður með sigur liðsins á Val í Reykjavíkurmótinu í kvöld.
Sveinbjörn kom til Víkings frá Þrótturum en hann skoraði sigurmarkið fyrir liðið gegn Val í kvöld.
,,Mér fannst leikurinn bara býsna fínn. Við vorum betri aðilinn fannst mér í leiknum og þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum," sagði Sveinbjörn.
,,Þetta var mjög gaman. Af löngu færi og alltaf gaman að skora þannig snuddur en ég var aldrei í vafa um að þetta færi inn. Hann skoppaði býsna vel fyrir mig."
,,Þetta er mjög ferskur hópur og við förum vel af stað í þessum leikjum sem ég hef verið með í alla vega. Maður getur ekki verið annað en bjartsýnn," sagði hann ennfremur.
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir