Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 22. janúar 2022 22:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Mögnuð endurkoma Atletico
Matheus Cunha kom inn af bekknum, skoraði og lagði upp í mögnuðum endurkomusigri.
Matheus Cunha kom inn af bekknum, skoraði og lagði upp í mögnuðum endurkomusigri.
Mynd: EPA
Atletico Madrid 3 - 2 Valencia
0-1 Yunus Musah ('25)
0-2 Hugo Duro ('44)
1-2 Matheus Cunha ('64)
2-2 Angel Correa ('91)
3-2 Mario Hermoso ('93)

Atletico Madrid og Valencia áttust við í lokaleik kvöldsins í spænska boltanum og tóku gestirnir frá Valencia forystuna í fyrri hálfleik.

Yunus Musah skoraði á 25. mínútu og tvöfaldaði Hugo Duro forystuna skömmu fyrir leikhlé.

Diego Simeone hefur lesið pistilinn yfir sínum mönnum í hálfleik. Hann gerði eina skiptingu og tóku heimamenn í Madríd stjórn á leiknum en áttu þó áfram í erfiðleikum með að koma knettinum í netið.

Matheus Cunha minnkaði muninn á 64. mínútu, sjö mínútum eftir að hafa komið inná, og juku heimamenn sóknarþungan undir lokin og settu í fimmta gír í uppbótartíma. Angel Correa, sem hafði komið inn af bekknum í leikhlé, jafnaði leikinn á 91. mínútu og fullkomnaði Mario Hermoso endurkomuna á 93. mínútu.

Mögnuð endurkoma Atletico og er liðið áfram í fjórða sæti deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan Real Sociedad sem á leik til góða á morgun.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir