Víkingur leikur til úrslita
Víkingur 2 - 1 Leiknir
1-0 Danijel Djuric ('60)
2-0 Helgi Guðjónsson ('65)
2-1 Róbert Hauksson ('90)
1-0 Danijel Djuric ('60)
2-0 Helgi Guðjónsson ('65)
2-1 Róbert Hauksson ('90)
Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu 2-1 sigur gegn Leikni í Reykjavíkurmótinu í kvöld en leikið var í Fossvoginum. Víkingur kláraði því riðilinn með fullu húsi og mun leika til úrslita í þessu undirbúningsmóti.
Staðan var markalaus i hálfleik. Leiknismenn voru sprækir og þá sérstaklega Róbert Quental Árnason sem fékk færi til að koma Breiðhyltingum yfir.
Víkingar voru talsvert öflugra liðið í seinni hálfleik. Erlingur Agnarsson átti skalla í stöng áður en varamennirnir Helgi Guðjónsson og Danijel Djuric tóku til sinna ráða. Helgi lagði upp mark fyrir Danijel og skoraði síðan sjálfur.
Í uppbótartíma náði Róbert Hauksson að minnka muninn fyrir Leikni eftir frábæra sendingu Shkelzen Veseli. Fleiri urðu mörkin ekki.
Þess má geta að Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði Víkings og lék fyrri hálfleikinn.
Byrjunarlið Víkings: Ingvar Jónsson (m), Oliver Ekroth, Gunnar Vatnhamar, Erlingur Agnarsson, Pablo Punyed Dubon, Halldór Smári Sigurðsson, Ari Sigurpálsson, Óskar Örn Hauksson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Davíð Örn Atlason, Matthías Vilhjálmsson.
Byrjunarlið Leiknis: Bjarki Arnaldarson (m), Ósvald Jarl Traustason, Daði Bærings Halldórsson, Andi Hoti, Róbert Hauksson, Marko Zivkovic, Jón Hrafn Barkarson, Aron Einarsson, Shkelzen Veseli, Davíð Júlían Jónsson, Róbert Quental Árnason.
Athugasemdir