Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 22. janúar 2024 20:57
Elvar Geir Magnússon
Reykjavíkurmótið: Varamenn Víkings kláruðu Leikni
Víkingur leikur til úrslita
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur 2 - 1 Leiknir
1-0 Danijel Djuric ('60)
2-0 Helgi Guðjónsson ('65)
2-1 Róbert Hauksson ('90)

Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu 2-1 sigur gegn Leikni í Reykjavíkurmótinu í kvöld en leikið var í Fossvoginum. Víkingur kláraði því riðilinn með fullu húsi og mun leika til úrslita í þessu undirbúningsmóti.

Staðan var markalaus i hálfleik. Leiknismenn voru sprækir og þá sérstaklega Róbert Quental Árnason sem fékk færi til að koma Breiðhyltingum yfir.

Víkingar voru talsvert öflugra liðið í seinni hálfleik. Erlingur Agnarsson átti skalla í stöng áður en varamennirnir Helgi Guðjónsson og Danijel Djuric tóku til sinna ráða. Helgi lagði upp mark fyrir Danijel og skoraði síðan sjálfur.

Í uppbótartíma náði Róbert Hauksson að minnka muninn fyrir Leikni eftir frábæra sendingu Shkelzen Veseli. Fleiri urðu mörkin ekki.

Þess má geta að Óskar Örn Hauksson var í byrjunarliði Víkings og lék fyrri hálfleikinn.

Byrjunarlið Víkings: Ingvar Jónsson (m), Oliver Ekroth, Gunnar Vatnhamar, Erlingur Agnarsson, Pablo Punyed Dubon, Halldór Smári Sigurðsson, Ari Sigurpálsson, Óskar Örn Hauksson, Karl Friðleifur Gunnarsson, Davíð Örn Atlason, Matthías Vilhjálmsson.

Byrjunarlið Leiknis: Bjarki Arnaldarson (m), Ósvald Jarl Traustason, Daði Bærings Halldórsson, Andi Hoti, Róbert Hauksson, Marko Zivkovic, Jón Hrafn Barkarson, Aron Einarsson, Shkelzen Veseli, Davíð Júlían Jónsson, Róbert Quental Árnason.


Athugasemdir
banner
banner
banner