Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 22. febrúar 2020 21:18
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ari Freyr skoraði í jafntefli - Rúnar Alex varði mark Dijon
Ari skoraði úr vítaspyrnu í kvöld.
Ari skoraði úr vítaspyrnu í kvöld.
Mynd: Eyþór Árnason
Ari Freyr Skúlason og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson spiluðu með sínum liðum í kvöld, Ari með Oostende í Belgíu en Rúnar Alex með Dijon í Frakklandi.

Dijon 1-1 Mónakó
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon gegn Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Heimamenn komust yfir í upphafi síðari hálfleiks en gestirnir jöfnuðu ellefu mínútum fyrir leikslok.

Dijon er í 17. sæti með 27 stig og því fengu þeir mikilvægt stig í kvöld í fallbaráttunni, Mónakó situr í 5. sæti.

Oostende 1-1 Zulte Waregem
Ari Freyr Skúlason var í byrjunarliði Oostende sem mætti Zulte Waregem í belgísku úrvalsdeildinni. Ari Freyr skoraði úr vítaspyrnu á 24. mínútu og kom þar með heimamönnum yfir, gestunum tókst að jafna fyrir hálfleik.

Ari Freyr og félagar eru í 14. sæti deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner