Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 13:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dagur Dan lagði upp í sigri í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images

Dagur Dan Þórhallsson lagði upp annað mark Orlando City í Meistaradeild mið og norður Ameríku þegar liðið mætti Cavalry frá Kanada í nótt.


Orlando var með 2-0 forystu í hálfleik en Dagur lagði upp seinna markið á Facundo Torres.

Torres var aftur á ferðinni í síðari hálfleik og tryggði liðinu 3-0 sigur. Dagur spilaði allan leikinn. Þetta var fyrri leikur liðanna en sigurvegarinn mætir Tigres frá Mexíkó í 16 liða úrslitum.

MLS deildin fór af stað í nótt með einum leik en þar mættust Inter Miami og Real Salt Lake.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Inter Miami en Lionel Messi og Luis Suarez lögðu upp mörkin.


Athugasemdir
banner
banner
banner