mið 22. mars 2023 07:15
Elvar Geir Magnússon
München
Byggingafræðingur frá Litáen dæmir Bosnía - Ísland
Icelandair
Donatas Rumsas.
Donatas Rumsas.
Mynd: Getty Images
Dómari frá Litáen, Donatas Rumsas, verður með flautuna annað kvöld þegar Bosnía/Hersegóvína og Ísland eigast við í undankeppni EM. Rumsas er 35 ára byggingaverkfræðingur.

Dómaratríóið og fjórði dómarinn á vellinum koma allir frá Litáen en hinsvegar verða VAR dómararnir ítalskir. Paolo Valeri er VAR dómari leiksins.

Rumsas hefur tvisvar dæmt í lokakeppni Meistaradeildar Evrópu, nú síðast 5-0 sigurleik Manchester City gegn FC Kaupmannahöfn á Etihad vellinum. Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson léku fyrir City í þeim leik.

Annað kvöld klukkan 19:45 leikur Ísland gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Á sunnudag er útileikur gegn Liechtenstein.

Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner