Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
banner
   lau 22. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
U17 og U19 eiga mikilvæga leiki í dag
Mynd: KSÍ
Mynd: KSÍ
U17 og U19 landslið Íslands eru í fullu fjöri í undankeppnum sínum fyrir komandi Evrópumót og eiga bæði landsliðin leik í dag.

U17 spilar erfiðan leik við Belgíu og hefst slagurinn klukkan 13:00. Hægt verður að fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu á vef UEFA.

Strákarnir gerðu 1-1 jafntefli við Pólland í fyrstu umferð á meðan Belgía sigraði 1-0 gegn Írlandi.

U19 spilar við Austurríki klukkan 14:00 eftir tap gegn Dönum í fyrstu umferð. Þetta er afar mikilvægur leikur í ljósi þess að Austurríkismenn sigruðu Ungverja í fyrstu umferð.

Hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu á Youtube rás ungverska fótboltasambandsins.

Bein textalýsing U17

Bein útsending U19
Athugasemdir
banner
banner
banner