Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 10:26
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti grasleikurinn verður í Krikanum
Kaplakrikavöllur leit vel út þegar fréttamaður Fótbolta.net kíkti á hann í morgun.
Kaplakrikavöllur leit vel út þegar fréttamaður Fótbolta.net kíkti á hann í morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þórsvöllur í Vestmannaeyjum.
Þórsvöllur í Vestmannaeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - DGM
Fyrsti grasleikurinn í Bestu deildinni verður spilaður á Kaplakrikavelli á morgun en KR-ingar koma þá í heimsókn.

Kaplakrikavöllur er klár í slaginn en leikur ÍA og Vestra á morgun verður spilaður innandyra í Akraneshöllinni.

„Grassérfræðingar telja Akranesvöll ekki leikfæran að svo stöddu og að leikur á vellinum á þessum tímapunkti gæti skaðað hann til lengri tíma," sagði í tilkynningu frá ÍA.

Á fimmtudaginn mun svo ÍBV leika gegn Fram á grasi á Þórsvelli í Vestmannaeyjum, sama velli og þar sem ÍBV vann Víking í bikarnum. Framkvæmdir standa yfir á Hásteinsvelli þar sem verið er að leggja gervigras.

Sá leikur átti upphaflega að hefjast 17:00 á fimmtudag en hefur verið færður til 16:00.

Þegar líða fer á tímabilið verða ÍA og FH einu tvö 'grasliðin' sem verða eftir í deildinni en eins og lesendur vita er verið að setja gervigras á heimavöll KR.

miðvikudagur 23. apríl
18:00 ÍA-Vestri (Akraneshöllin)
18:00 Valur-KA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
18:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
19:15 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)

fimmtudagur 24. apríl
16:00 ÍBV-Fram (Þórsvöllur Vey)
19:15 Afturelding-Víkingur R. (Malbikstöðin að Varmá)
Athugasemdir
banner