Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 22. maí 2021 18:07
Hafþór Bjarki Guðmundsson
Gústi Gylfa: Hann er held ég að safna boltum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grótta tók á móti Vestri í dag í Lengjudeild karla og fóru leikar 5-0 fyrir Gróttumönnum. Grótta skoraði 4 mörk í fyrri hálfleik og lagði Kristófer Melsted þau öll upp. Ágúst Gylfason gat ekki verið sáttari með frammistöðu sinna manna.

„Við vildum fá góða frammistöðu í dag eftir tapið gegn Fjölni í seinustu viku. Við lögðum upp að sigra og koma út öflugir til að byrja með og það gerðum við og vorum komnir í 4-0 í hálfleik sem var náttúrulega bara frábært. Strákarnir lögðu allt í þetta, við lögðum allt í þetta og gríðarlega ánægður með frammistöðuna og stuðningin sem við fengum. Við ætlum að gera þetta að okkar vígi hérna á nesinu."

Lestu um leikinn: Grótta 5 -  0 Vestri

Gústi var spurður hvort hann hefði getað búist við meiru frá strákunum í dag. Hann segir mann ekki geta beðið um annað.

„Nei, ég vildi fá solid leik og þeir deliveruðu, gerðu það gríðarlega vel og lögðu mikið í þetta. Pétur skorar þrennu og varnarleikurinn var frábær, núll mörk á okkur þannig maður getur ekki beðið um eitt né neitt annað."

Pétur Theódór Árnason skoraði þrennu í dag og er það hans 6. mark í 3 leikjum í deildinni í ár.

„Hann er búinn að standa sig frábærlega í þessum leikjum sem hann er búinn að spila og sérstaklega hérna á heimavelli. Hann er held ég að safna boltum, maður fær alltaf bolta eftir þrennu. Ég held að hann sé að fyllast hjá honum boltaskápurinn heima. Frábær frammistaða frá honum og öllu liðinu."

Axel Sigurðarson var í liðstjórn Gróttu í dag eftir að vera í háskóla í Bandaríkjunum. Hann spilaði með Gróttu í Pepsi Max deildinni á seinasta tímabili og var virkilega öflugur. Gústi segir hann tilbúinn í næsta leik.

„Hann var í skóla úti og kom um síðustu helgi og er búinn að æfa með okkur þessa viku. Hann hefur staðið sig frábærlega með okkur í fyrra og seinustu ár. Hann er smá ryðgaður en það kemur fljótlega aftur og þá fer hann að sýna sig og sanna sinn hraða og byrjar að skora mörk fyrir okkur áður en langt um líður."

Næsti leikur Gróttu verður þann 28. maí gegn nýliðum Selfoss. Gróttumenn eru tilbúnir í þann leik að sögn Gústa.

„Það verður gríðarlega erfiður leikur og við munum leggja leikinn vel upp á móti góðu liði þannig að það verður góð vika fram undan og við munum æfa vel. Eurovision í kvöld og við munum sjá Daða og Gagnamagnið klára þetta vel og ná sigri það væri geggjað og fullkomnar daginn."

Viðtalið í heild sinni má finna í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner