Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 14. júní 2025 19:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur: Kemur auka orka þegar við missum mann af velli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur og Keflavík gerðu jafntefli í viðburðaríkum leik á Húsavík í dag. Fótbolti.net ræddi við Harald Frey Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Völsungur 1 -  1 Keflavík

„Mér fannst við vera ofan á í fyrri hálfleik og sköpum okkur ágætar stöður og færi til að skora mark. Svo gerum við mistök og staðan 1-0. VIð skipulögðum okkur í hálfleiknum, við missum mann af velli en það kemur auka orka með okkur og fljótlega fáum við víti og rautt á þá. Þá er staðan orðin jöfn og þetta er orðinn hörku leikur sem er mikið fram og til baka," sagði Haraldur.

Keflavík var marki undir í hálfleik og missti síðan Marin Brigic af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik.

„Það er pjúra rautt spjald. Hann er sloppinn í gegn og hann klippir hann niður,"

Keflavík er í 5. sæti með 11 stig eftir sjö umferðir.

„Það er undir pari. Það þarf að spila þessa leiki, það eru allir erfiðir leikir í þessari deild. Staðan er eins og hún er og það er bara áfram gakk. Við eigum ÍR í deildinni næst og við þurfum að fara undirbúa það. Markmiðin okkar hafa ekki breyst og það er klárt að markmiðið okkar er að fara upp um deild," sagði Haraldur.
Athugasemdir
banner