Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   lau 14. júní 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Everton á eftir framherja Villarreal
Mynd: EPA
Everton vill fá franska framherjann Thierno Barry frá Villarreal aðeins ári eftir að hann gekk til liðs við spænska félagið.

Barry gekk til liðs við Villarreal frá Basel síðasta sumar en hann skoraði 11 mörk í 35 leikjum þegar Villarreal tryggði sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

40 milljón evru kaupákvæði er í samningi hans.

Everton er í leit að framherja þar sem Dominic Calvert-Lewin er á förum eftir að samningur hans rennur út í sumar og þá hafnaði félagið tækifæri á því að semja við Armando Broja sem var á láni frá Chelsea á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner